Varðveisla Maríu Júlíu BA 36 Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 28. apríl 2022 13:31 Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri. Byggðasafn Vestfjarða og Minjasafnið á Hnjóti keyptu skipið árið 2003 en þá átti að selja það til Suður-Afríku. Það naut varðveislu og stuðnings opinberra aðila fyrstu árin en hefur legið í svokallaðri öndunarvél í Ísafjarðarhöfn síðan 2014 og fer hver að verða síðastur að bjarga þessu menningarverðmæti frá glötun. Viðhöldum verkþekkingu Mikilvægt er að viðhalda verklegum hefðum sem snúa að smíði trébáta og skipa, ekki síður mikilvægt er að vernda sérstaklega skip og báta sem að hafa menningarlegt gildi og sterka samfélagslega tengingu innan ákveðinna svæða. Ég tel það vera mikilvægt að sýna sögu okkar og fórnfýsi fyrri kynslóða virðingu og gera skipið upp og fá því nýtt hlutverk í samstarfi opinberra aðila og einkaaðila. Það gæti nýst í ferðaþjónustu, sem skólaskip eða í einhvers lags opinberri móttöku. Hollvinasamtök um Maríu Júlíu voru stofnuð á síðasta ári og það voru Háskólasetur Vestfjarða, Landhelgisgæslan, Hafrannsóknastofnun og fleiri velunnarar sem stóðu að því og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum og Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlegar viðgerðir til að bjarga megi þessu krúnudjásni, sem er sjósafngripur um haf- og strandmenningu 20. aldar. Öflugt björgunarskip sem bjargaði mannslífum Í kjölfar fjölda sjóslysa á Vestfjörðum þá fór af stað söfnun á sínum tíma fyrir björgunarskipi og það voru fyrst og fremst slysavarnadeildir og konur á Vestfjörðum sem söfnuðu fyrir einum þriðja hluta verðs skipsins. Skipið heitir eftir Maríu Júlíu Gísladóttir frá Ísafirði en þau hjónin María Júlía og Guðmundur Guðmundsson létu arf sinn renna til smíði skipsins. Skipið var um margt merkilegt og var fyrst skipa við Íslandsstrendur sem útbúið var rannsóknarstofu til hafrannsókna og sjómælinga. Sem björgunarskip reyndist María Júlía vel og veitti aðstoð 251 skipi með 1949 áhafnarmeðlimum og bjargaði 12 mönnum af sökkvandi skipum á fyrstu 13 árum sínum sem björgunarskip. Ég tel að okkar samfélag sé það ríkt í samanburði við þann tíma þegar þessu skipi var ýtt út vör að við eigum að sýna dugnaði og fórnfýsi fyrri kynslóða þann og bjarga þessum miklu verðmætum og mun ég leggja mig fram um að vinna að því með þeim sem hafa dregið þetta verkefni áfram í gegnum tíðina. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Björgunarsveitir Vinstri græn Ísafjarðarbær Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri. Byggðasafn Vestfjarða og Minjasafnið á Hnjóti keyptu skipið árið 2003 en þá átti að selja það til Suður-Afríku. Það naut varðveislu og stuðnings opinberra aðila fyrstu árin en hefur legið í svokallaðri öndunarvél í Ísafjarðarhöfn síðan 2014 og fer hver að verða síðastur að bjarga þessu menningarverðmæti frá glötun. Viðhöldum verkþekkingu Mikilvægt er að viðhalda verklegum hefðum sem snúa að smíði trébáta og skipa, ekki síður mikilvægt er að vernda sérstaklega skip og báta sem að hafa menningarlegt gildi og sterka samfélagslega tengingu innan ákveðinna svæða. Ég tel það vera mikilvægt að sýna sögu okkar og fórnfýsi fyrri kynslóða virðingu og gera skipið upp og fá því nýtt hlutverk í samstarfi opinberra aðila og einkaaðila. Það gæti nýst í ferðaþjónustu, sem skólaskip eða í einhvers lags opinberri móttöku. Hollvinasamtök um Maríu Júlíu voru stofnuð á síðasta ári og það voru Háskólasetur Vestfjarða, Landhelgisgæslan, Hafrannsóknastofnun og fleiri velunnarar sem stóðu að því og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum og Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlegar viðgerðir til að bjarga megi þessu krúnudjásni, sem er sjósafngripur um haf- og strandmenningu 20. aldar. Öflugt björgunarskip sem bjargaði mannslífum Í kjölfar fjölda sjóslysa á Vestfjörðum þá fór af stað söfnun á sínum tíma fyrir björgunarskipi og það voru fyrst og fremst slysavarnadeildir og konur á Vestfjörðum sem söfnuðu fyrir einum þriðja hluta verðs skipsins. Skipið heitir eftir Maríu Júlíu Gísladóttir frá Ísafirði en þau hjónin María Júlía og Guðmundur Guðmundsson létu arf sinn renna til smíði skipsins. Skipið var um margt merkilegt og var fyrst skipa við Íslandsstrendur sem útbúið var rannsóknarstofu til hafrannsókna og sjómælinga. Sem björgunarskip reyndist María Júlía vel og veitti aðstoð 251 skipi með 1949 áhafnarmeðlimum og bjargaði 12 mönnum af sökkvandi skipum á fyrstu 13 árum sínum sem björgunarskip. Ég tel að okkar samfélag sé það ríkt í samanburði við þann tíma þegar þessu skipi var ýtt út vör að við eigum að sýna dugnaði og fórnfýsi fyrri kynslóða þann og bjarga þessum miklu verðmætum og mun ég leggja mig fram um að vinna að því með þeim sem hafa dregið þetta verkefni áfram í gegnum tíðina. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar