Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2022 16:11 Guðmundur Ingi Kristinsson í pontu Alþingis á dögunum. vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24