Felldu tillögu um að fordæma hópuppsögnina Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. apríl 2022 18:41 Sólveig og Ragnar hafa í gegn um tíðina staðið saman í sinni verkalýðsbaráttu og hafa bæði unnið að því markmiði að fá nýja stjórn yfir Alþýðusambandið í kosningum bandalagsins í haust. vísir/vilhelm Trúnaðarráð VR felldi í gær tillögu fyrrverandi formanns félagsins um að fordæma hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Þrátt fyrir það er það einróma skoðun þeirra sem eru í trúnaðarráðinu að hópuppsögnin sé fáránleg aðgerð og skaðleg verkalýðshreyfingunni, samkvæmt þeim sem fréttastofa ræddi við og sátu fundinn í gær. Á fundi trúnaðarráðs VR í gær var til að mynda rætt um umdeilda hópuppsögn, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, á öllu skrifstofustarfsfólki Eflingar. Fréttastofa ræddi við marga í trúnaðarráði VR í dag. Þar ríkir gríðarleg óánægja með hópuppsögnina. Fólki þar þykir hún skaða verkalýðshreyfinguna í heild sinni og þá fór þessi lýsing Sólveigar Önnu á skrifstofu fólki sínu í Facebook-færslu hennar í gær fyrir brjóstið á mörgum: „...ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Færsluna birti hún rétt fyrir félagsfund Eflingar í gær en þar hvetur hún félagsmenn til að veita sér stuðning svo stéttarfélagið festist ekki í höndum „sérfræðingaveldis hinnar menntuðu millistéttar“ sem hefði „enga getu til að leiða [kjarabaráttuna]“, eins og hún komst að orði. Þar á hún við skrifstofufólkið, sem hún réð margt sjálft á skrifstofuna á sínum tíma sem formaður Eflingar. Mörgum þykir Ragnar draga lappirnar VR er auðvitað einn helsti málsvari skrifstofufólks á Íslandi. Stjórn félagsins sendi frá sér yfirlýsingu eftir hópuppsagnirnar þar sem hún lýsti yfir „þungum áhyggjum“ af þeim og sagðist harma þær. En mörgum þykir þetta einfaldlega ekki nógu beitt gagnrýni á þessa sögulegu hópuppsögn. Núverandi formaður VR hefur stutt Sólveigu í hennar baráttu í gegn um tíðina og finnst mörgum í trúnaðarráðinu hann veigra sér um of við að taka upp hanskann fyrir skrifstofufólkið. Forveri hans í starfi Kristinn Örn Jóhannesson bar því fram tillögu á trúnaðarráðsfundinum í gær þar sem hann vildi ganga enn lengra og hreinlega fordæma hópuppsagnirnar og ítreka skaðsemi hennar fyrir verkalýðshreyfinguna. Tillagan náði ekki í gegn. Kristinn Örn Jóhannesson lagði fram tillögu að yfirlýsingu frá trúnaðarráði VR vegna hópuppsagnarinnar sem var vísað frá fyrir tilstilli Ragnars Þórs. Ragnar Þór vildi ekki veita viðtal um málið í dag en samkvæmt heimildum fréttastofu talaði hann gegn tillögu Kristins og lagði fram tillögu um að henni yrði vísað frá. Það var samþykkt með um þremur fjórðu atkvæða þeirra sem voru á fundinum. Bað ragnar þar fólk í trúnaðarráðinu um að treysta sér fyrir því að bregðast við útspili Sólveigar og sagði hann að enn harðari yfirlýsing frá VR gæti skaðað þá vinnu sem stéttarfélagið væri nú í en það er að aðstoða skrifstofufólk Eflingar sem var sagt upp við margt sem tengist starfslokum þeirra. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Á fundi trúnaðarráðs VR í gær var til að mynda rætt um umdeilda hópuppsögn, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, á öllu skrifstofustarfsfólki Eflingar. Fréttastofa ræddi við marga í trúnaðarráði VR í dag. Þar ríkir gríðarleg óánægja með hópuppsögnina. Fólki þar þykir hún skaða verkalýðshreyfinguna í heild sinni og þá fór þessi lýsing Sólveigar Önnu á skrifstofu fólki sínu í Facebook-færslu hennar í gær fyrir brjóstið á mörgum: „...ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Færsluna birti hún rétt fyrir félagsfund Eflingar í gær en þar hvetur hún félagsmenn til að veita sér stuðning svo stéttarfélagið festist ekki í höndum „sérfræðingaveldis hinnar menntuðu millistéttar“ sem hefði „enga getu til að leiða [kjarabaráttuna]“, eins og hún komst að orði. Þar á hún við skrifstofufólkið, sem hún réð margt sjálft á skrifstofuna á sínum tíma sem formaður Eflingar. Mörgum þykir Ragnar draga lappirnar VR er auðvitað einn helsti málsvari skrifstofufólks á Íslandi. Stjórn félagsins sendi frá sér yfirlýsingu eftir hópuppsagnirnar þar sem hún lýsti yfir „þungum áhyggjum“ af þeim og sagðist harma þær. En mörgum þykir þetta einfaldlega ekki nógu beitt gagnrýni á þessa sögulegu hópuppsögn. Núverandi formaður VR hefur stutt Sólveigu í hennar baráttu í gegn um tíðina og finnst mörgum í trúnaðarráðinu hann veigra sér um of við að taka upp hanskann fyrir skrifstofufólkið. Forveri hans í starfi Kristinn Örn Jóhannesson bar því fram tillögu á trúnaðarráðsfundinum í gær þar sem hann vildi ganga enn lengra og hreinlega fordæma hópuppsagnirnar og ítreka skaðsemi hennar fyrir verkalýðshreyfinguna. Tillagan náði ekki í gegn. Kristinn Örn Jóhannesson lagði fram tillögu að yfirlýsingu frá trúnaðarráði VR vegna hópuppsagnarinnar sem var vísað frá fyrir tilstilli Ragnars Þórs. Ragnar Þór vildi ekki veita viðtal um málið í dag en samkvæmt heimildum fréttastofu talaði hann gegn tillögu Kristins og lagði fram tillögu um að henni yrði vísað frá. Það var samþykkt með um þremur fjórðu atkvæða þeirra sem voru á fundinum. Bað ragnar þar fólk í trúnaðarráðinu um að treysta sér fyrir því að bregðast við útspili Sólveigar og sagði hann að enn harðari yfirlýsing frá VR gæti skaðað þá vinnu sem stéttarfélagið væri nú í en það er að aðstoða skrifstofufólk Eflingar sem var sagt upp við margt sem tengist starfslokum þeirra.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?