Sköpum pláss fyrir mannlíf Birkir Ingibjartsson skrifar 28. apríl 2022 18:00 Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Skipulag Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun