Förum í raunveruleg orkuskipti Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Í liðinni viku ræddum við þingmenn úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum, svokallaða Grænbók, á Alþingi. Niðurstöður úttektarinnar eru í raun sláandi. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í loftslagsmálum en fjárfestingar í orkuframkvæmdum hafa hingað til ekki fylgt þeim markmiðum eftir. Það er til lítils að setja sér markmið ef við ætlum ekki að framkvæma þau. Við gætum þá í raun stefnt að hvaða samdrætti sem er í losun gróðurhúsalofttegunda – þess vegna 100%. Við gætum einnig lýst yfir markmiði um að ná kolefnishlutleysi eftir helgi, og að Ísland verði orðið jarðefnaeldsneytislaust núna í sumar. Ef þetta eru bara orðin tóm, ef þetta eru bara tölur á blaði skipta þessi markmið engu máli. Það getur hver sem er skrifað upp metnaðarfull markmið, það getur hver sem er byggt skýjaborgir. En til þess að fylgja markmiðunum eftir, til þess að fylgja eftir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til þess að framkvæma hér raunveruleg orkuskipti - til þess að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Til þess þarf drifkraft og þor, til þess þarf framsýni og áræðni. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld hafi það sem til þarf að framfylgja þessum markmiðum. Endamark okkar er skýrt en það er verkefnalistinn líka. Það þarf að auka raforkuframleiðslu og efla flutnings- og dreifikerfi landsins. Ákall um meiri orku og orkuöryggi kemur enda úr öllum landshlutum. Það þarf að nýta orkuna betur og auka orkusparnað. Það þarf að einfalda og betrumbæta stjórnsýslu við leyfisveitingar. Og allt þetta þarf að gera í sem mestri sátt við samfélagið og náttúruna. Þótt verkefnið sé skýrt er ekki þar með sagt að það sé einfalt. Til þess að framkvæma markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, að framfylgja raunverulegum orkuskiptum á Íslandi, þarf öll þjóðin að leggjast á eitt. Aðeins þannig náum við settum markmiðum og uppskerum afraksturinn og sátt um orkumálin á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Umhverfismál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku ræddum við þingmenn úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum, svokallaða Grænbók, á Alþingi. Niðurstöður úttektarinnar eru í raun sláandi. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í loftslagsmálum en fjárfestingar í orkuframkvæmdum hafa hingað til ekki fylgt þeim markmiðum eftir. Það er til lítils að setja sér markmið ef við ætlum ekki að framkvæma þau. Við gætum þá í raun stefnt að hvaða samdrætti sem er í losun gróðurhúsalofttegunda – þess vegna 100%. Við gætum einnig lýst yfir markmiði um að ná kolefnishlutleysi eftir helgi, og að Ísland verði orðið jarðefnaeldsneytislaust núna í sumar. Ef þetta eru bara orðin tóm, ef þetta eru bara tölur á blaði skipta þessi markmið engu máli. Það getur hver sem er skrifað upp metnaðarfull markmið, það getur hver sem er byggt skýjaborgir. En til þess að fylgja markmiðunum eftir, til þess að fylgja eftir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til þess að framkvæma hér raunveruleg orkuskipti - til þess að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Til þess þarf drifkraft og þor, til þess þarf framsýni og áræðni. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld hafi það sem til þarf að framfylgja þessum markmiðum. Endamark okkar er skýrt en það er verkefnalistinn líka. Það þarf að auka raforkuframleiðslu og efla flutnings- og dreifikerfi landsins. Ákall um meiri orku og orkuöryggi kemur enda úr öllum landshlutum. Það þarf að nýta orkuna betur og auka orkusparnað. Það þarf að einfalda og betrumbæta stjórnsýslu við leyfisveitingar. Og allt þetta þarf að gera í sem mestri sátt við samfélagið og náttúruna. Þótt verkefnið sé skýrt er ekki þar með sagt að það sé einfalt. Til þess að framkvæma markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, að framfylgja raunverulegum orkuskiptum á Íslandi, þarf öll þjóðin að leggjast á eitt. Aðeins þannig náum við settum markmiðum og uppskerum afraksturinn og sátt um orkumálin á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun