Arnar Gunnlaugsson: Það var smá reiði í mönnum Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2022 22:38 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur með sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Víkingur R. vann Keflavík 4-1 í Bestu deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og segir leikinn gott svar eftir tapleikinn gegn ÍA í 2. umferð. „Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
„Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn