Stöndum við stóru orðin Egill Tómasson skrifar 29. apríl 2022 10:01 Loftslagsmálin eru eitt stærsta og mest aðkallandi verkefni mannkyns. Orkustefna Íslands gerir ráð fyrir því að landið verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er enn metnaðarfyllri og flýtir því markmiði um áratug til ársins 2040. Orð eru til alls fyrst, en betur má ef duga skal og tími raunverulegra aðgerða runninn upp. Íslendingar flytja inn jarðefnaeldsneyti fyrir um 100 milljarða króna á ári. Ef við ætlum okkur að hætta að stóla á þetta innflutta eldsneyti, verður orkan sem drífur áfram margvísleg umsvif okkar að koma annars staðar frá. Starfshópur um stöðu og áskoranir í orkumálum benti á það í svonefndri grænbók í byrjun mars að til þess að ná fullum orkuskiptum þyrfti u.þ.b. að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslu. Grænbókin er bein þýðing og umbreyting á markmiðum Íslands í loftslagsmálum frá einu formi orku yfir í annað. Frá jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega og sjálfbæra orku. Niðurstöðurnar sýna í raun beinar afleiðingar af markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytisleysi samkvæmt Orkustefnu og stjórnarsáttmála. Miðað við þetta höfum við 18 ár til að tvöfalda kerfi sem að mestu hefur byggst upp á 60 árum – það er ærið verkefni og spurning hvernig þróast en nú skiptir mestu að taka skref í áttina og hefja vegferðina. Hafa ber í huga að orkuþörfin verður ekki umtalsverð fyrst um sinn en eykst mjög hratt milli 2030 og 2040. Mikilvægt er að sofna ekki á verðinum því uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings og framkvæmdatíma. Rafeldsneyti í lykilhlutverki Bein rafvæðing, sem er nýtnasta og hagkvæmasta lausnin, verður án efa mikilvægur þáttur í orkuskiptunum og er vel á veg komin t.d. í fólksbílum. Rafeldsneyti (e. e-fuel) mun einnig gegna veigamiklu hlutverki þar sem beinni rafvæðingu verður ekki komið við, t.d. í þungaflutningum á landi, á hafi og á lengri flugleiðum. Rafeldsneyti er eldsneyti sem framleitt er með raforku. Endurnýjanleg raforka er þá notuð til að greina vatn í frumefni sín; vetni og súrefni. Þetta græna vetni má t.d. nota beint til að knýja farartæki eða ná fram orkuskiptum í iðnaði. Jafnframt er mögulegt að binda grænt vetni við önnur frumefni og framleiða nær hvaða rafeldsneyti sem vera skal; t.d. metanól, kerósín, ammóníak eða metan, sem í dag eru unnin úr jarðgasi og hráolíu. Gott aðgengi að endurnýjanlegum orkuauðlindum gera Ísland að sannkölluðu fyrirheitna landi í framleiðslu rafeldsneytis og horfa aðrar þjóðir öfundaraugum til okkar. Framleiðsla og notkun á grænu rafeldsneyti er enn á frumstigi og markaðir ómótaðir. Meiri þungi mun færast í rafeldsneytisverkefni með tímanum og eru skýr teikn á lofti. Minni verkefni með umtalsverða vaxtarmöguleika eru þegar komin í gang í Evrópu en stærri eru í undirbúningi og bíða fjárfestingaákvarðana. Bein notkun vetnis í minni tækjum eykst hratt, s.s. í fólksbílum, vinnuvélum, flutningabílum og minni flugvélum. Töluverða tækniþróun þarf enn fyrir stærri tæki á borð við flugvélar á lengri leiðum. Orkuskipti í samgöngum á Íslandi munu því fyrst verða á landi og sjó og flugið fylgja þar á eftir. Landsvirkjun ryður brautina Landsvirkjun, sem orkufyrirtæki í eigu allra landsmanna, lítur á það sem hlutverk sitt að vera leiðandi á þessu sviði og gera allt sem í hennar valdi stendur til að markmiðin í loftslagsmálum náist. Í ljósi þess höfum við lagt í mikla vinnu við að greina tækifæri í framleiðslu á rafeldsneyti. Leitað var ráða hjá helstu alþjóðlegu sérfræðingum heims í orkuskiptum og jafnframt hefur byggst upp sterkt teymi sérfræðinga í vetnis- og rafeldsneytismálum hjá fyrirtækinu. Niðurstaða okkar er sú að framleiðsla rafeldsneytis sé skynsamleg fyrir Ísland. Til viðbótar við beina rafvæðingu telur Landsvirkjun nýtingu vetnis og metanóls vænlegasta til árangurs í orkuskiptum samgangna á Íslandi, sér í lagi til skemmri tíma þar til nýting annars græns rafeldsneytis nær tæknilegum þroska. Landsvirkjun hyggst því taka frumkvæði og þróa ásamt samstarfsaðilum tvö verkefni á næstu 12-18 mánuðum; annars vegar með nýtingu vetnis fyrir þungaflutninga á landi og hins vegar með nýtingu metanóls við orkuskipti á hafi. Fyrra verkefnið er um 4 MW að stærð og getur knúið um 40 vetnistrukka, strætisvagna, rútur og jafnvel innanlandsflug til viðbótar við spennandi nýsköpunarverkefni sem krefjast vetnis. Hið síðara er yfir 20 MW að stærð og getur knúið a.m.k. tvö flutningaskip. Verkefnin eru mikilvæg skref í því að minnka losun koldíoxíðs frá samgöngum. Sýnum vilja og þor Tæknilegar lausnir sem taka á loftslagsvandanum eru þegar til reiðu í mörgum geirum og í örri þróun í öðrum. Því er mikilvægt að nýta strax fyrri lausnirnar og flýta tækniþróun þeirra síðari. Íslendingar geta lagt hönd á plóg á báðum sviðum og nú er kominn tími til að hrinda verkefnum í framkvæmd sem ná raunverulegum árangri. Tökum höndum saman með samstilltu átaki einkaaðila og hins opinbera og búum þannig um hnútana að framgangur orkuskiptaverkefna á Íslandi verði greiður. Gerum nýsköpunarverkefnum sömuleiðis hátt undir höfði og hröðum þannig nauðsynlegri tækniþróun sem mun hafa áhrif út fyrir landsteinana. Með vilja og þori getum við orðið fyrirmynd annarra ríkja og jarðefnaeldsneytislaus fyrst allra þjóða. Það var vissulega merkur áfangi þegar við settum okkur það markmið. Nú látum við verkin tala. Fjallað verður nánar um rafeldsneyti sem lykil að orkuskiptum á mánudaginn 2. maí kl. 14, í beinu streymi á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundur er verkfræðingur og nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru eitt stærsta og mest aðkallandi verkefni mannkyns. Orkustefna Íslands gerir ráð fyrir því að landið verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er enn metnaðarfyllri og flýtir því markmiði um áratug til ársins 2040. Orð eru til alls fyrst, en betur má ef duga skal og tími raunverulegra aðgerða runninn upp. Íslendingar flytja inn jarðefnaeldsneyti fyrir um 100 milljarða króna á ári. Ef við ætlum okkur að hætta að stóla á þetta innflutta eldsneyti, verður orkan sem drífur áfram margvísleg umsvif okkar að koma annars staðar frá. Starfshópur um stöðu og áskoranir í orkumálum benti á það í svonefndri grænbók í byrjun mars að til þess að ná fullum orkuskiptum þyrfti u.þ.b. að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslu. Grænbókin er bein þýðing og umbreyting á markmiðum Íslands í loftslagsmálum frá einu formi orku yfir í annað. Frá jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega og sjálfbæra orku. Niðurstöðurnar sýna í raun beinar afleiðingar af markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytisleysi samkvæmt Orkustefnu og stjórnarsáttmála. Miðað við þetta höfum við 18 ár til að tvöfalda kerfi sem að mestu hefur byggst upp á 60 árum – það er ærið verkefni og spurning hvernig þróast en nú skiptir mestu að taka skref í áttina og hefja vegferðina. Hafa ber í huga að orkuþörfin verður ekki umtalsverð fyrst um sinn en eykst mjög hratt milli 2030 og 2040. Mikilvægt er að sofna ekki á verðinum því uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings og framkvæmdatíma. Rafeldsneyti í lykilhlutverki Bein rafvæðing, sem er nýtnasta og hagkvæmasta lausnin, verður án efa mikilvægur þáttur í orkuskiptunum og er vel á veg komin t.d. í fólksbílum. Rafeldsneyti (e. e-fuel) mun einnig gegna veigamiklu hlutverki þar sem beinni rafvæðingu verður ekki komið við, t.d. í þungaflutningum á landi, á hafi og á lengri flugleiðum. Rafeldsneyti er eldsneyti sem framleitt er með raforku. Endurnýjanleg raforka er þá notuð til að greina vatn í frumefni sín; vetni og súrefni. Þetta græna vetni má t.d. nota beint til að knýja farartæki eða ná fram orkuskiptum í iðnaði. Jafnframt er mögulegt að binda grænt vetni við önnur frumefni og framleiða nær hvaða rafeldsneyti sem vera skal; t.d. metanól, kerósín, ammóníak eða metan, sem í dag eru unnin úr jarðgasi og hráolíu. Gott aðgengi að endurnýjanlegum orkuauðlindum gera Ísland að sannkölluðu fyrirheitna landi í framleiðslu rafeldsneytis og horfa aðrar þjóðir öfundaraugum til okkar. Framleiðsla og notkun á grænu rafeldsneyti er enn á frumstigi og markaðir ómótaðir. Meiri þungi mun færast í rafeldsneytisverkefni með tímanum og eru skýr teikn á lofti. Minni verkefni með umtalsverða vaxtarmöguleika eru þegar komin í gang í Evrópu en stærri eru í undirbúningi og bíða fjárfestingaákvarðana. Bein notkun vetnis í minni tækjum eykst hratt, s.s. í fólksbílum, vinnuvélum, flutningabílum og minni flugvélum. Töluverða tækniþróun þarf enn fyrir stærri tæki á borð við flugvélar á lengri leiðum. Orkuskipti í samgöngum á Íslandi munu því fyrst verða á landi og sjó og flugið fylgja þar á eftir. Landsvirkjun ryður brautina Landsvirkjun, sem orkufyrirtæki í eigu allra landsmanna, lítur á það sem hlutverk sitt að vera leiðandi á þessu sviði og gera allt sem í hennar valdi stendur til að markmiðin í loftslagsmálum náist. Í ljósi þess höfum við lagt í mikla vinnu við að greina tækifæri í framleiðslu á rafeldsneyti. Leitað var ráða hjá helstu alþjóðlegu sérfræðingum heims í orkuskiptum og jafnframt hefur byggst upp sterkt teymi sérfræðinga í vetnis- og rafeldsneytismálum hjá fyrirtækinu. Niðurstaða okkar er sú að framleiðsla rafeldsneytis sé skynsamleg fyrir Ísland. Til viðbótar við beina rafvæðingu telur Landsvirkjun nýtingu vetnis og metanóls vænlegasta til árangurs í orkuskiptum samgangna á Íslandi, sér í lagi til skemmri tíma þar til nýting annars græns rafeldsneytis nær tæknilegum þroska. Landsvirkjun hyggst því taka frumkvæði og þróa ásamt samstarfsaðilum tvö verkefni á næstu 12-18 mánuðum; annars vegar með nýtingu vetnis fyrir þungaflutninga á landi og hins vegar með nýtingu metanóls við orkuskipti á hafi. Fyrra verkefnið er um 4 MW að stærð og getur knúið um 40 vetnistrukka, strætisvagna, rútur og jafnvel innanlandsflug til viðbótar við spennandi nýsköpunarverkefni sem krefjast vetnis. Hið síðara er yfir 20 MW að stærð og getur knúið a.m.k. tvö flutningaskip. Verkefnin eru mikilvæg skref í því að minnka losun koldíoxíðs frá samgöngum. Sýnum vilja og þor Tæknilegar lausnir sem taka á loftslagsvandanum eru þegar til reiðu í mörgum geirum og í örri þróun í öðrum. Því er mikilvægt að nýta strax fyrri lausnirnar og flýta tækniþróun þeirra síðari. Íslendingar geta lagt hönd á plóg á báðum sviðum og nú er kominn tími til að hrinda verkefnum í framkvæmd sem ná raunverulegum árangri. Tökum höndum saman með samstilltu átaki einkaaðila og hins opinbera og búum þannig um hnútana að framgangur orkuskiptaverkefna á Íslandi verði greiður. Gerum nýsköpunarverkefnum sömuleiðis hátt undir höfði og hröðum þannig nauðsynlegri tækniþróun sem mun hafa áhrif út fyrir landsteinana. Með vilja og þori getum við orðið fyrirmynd annarra ríkja og jarðefnaeldsneytislaus fyrst allra þjóða. Það var vissulega merkur áfangi þegar við settum okkur það markmið. Nú látum við verkin tala. Fjallað verður nánar um rafeldsneyti sem lykil að orkuskiptum á mánudaginn 2. maí kl. 14, í beinu streymi á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundur er verkfræðingur og nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun