Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn? Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. apríl 2022 12:31 Amma mín, gallhörð sjálfstæðiskona, var kaupmaður á horninu þar sem hún rak hannyrðaverslun í meira en 30 ár. Hún kenndi mörgum með verkum sínum að hafa skyldi trú á einstaklingnum, treysta á mátt hans og meginn. Á þessum grunni sem og undir kjörorðinu „stétt með stétt“ skyldi byggja upp öflugt samfélag. Það hefur á margan hátt tekist. Það eru rétt svo liðnir tveir mánuðir síðan ég hóf með virkum hætti að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að gerast stjórnmálamaður. Á þeim stutta tíma hef ég lært margt um flokkinn. Um framtíðarhorfur flokksins kunna að vera skiptar skoðanir. Hins vegar er ég sannfærður um að helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins felist í þeim mannauði sem fyrir flokkinn starfar. Þegar ég tala um mannauð er ég fyrst og fremst að vísa til grasrótar flokksins, hins hefðbundna sjálfstæðismanns. Breiðfylking borgaralegra afla Síðustu vikur hafa veður verið válynd í kringum sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fellur undir verkahring fjármálaráðherra, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjur fólks af framkvæmd þess máls eru réttmætar, og mikilvægt að öllum steinum verði velt við að upplýsa hvað betur megi fara. Í jafn mikilvægu máli og sölu á ríkiseignum, skiptir verulegu máli að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Eitt vil ég þó segja. Hér eftir sem og hingað til er Sjálfstæðisflokkurinn breiðfylking borgaralegra afla sem með verkum sínum veitir venjulegu fólki tækifæri til að bæta líf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur sem einskorðar sig við hagsmuni hinna efnameiri. Tryggja þarf með öllum ráðum að það sé líka ára hans og ásýnd út á við. Af þeim ástæðum er brýnt að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi fyrir verkum sem skila ekki bara efnislegum og hlutlægum árangri, heldur einnig að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Og að það líti þannig út gagnvart almenningi, hinum venjulega borgara, eins og amma mín var. Borgarstjórnarkosningarnar í vor Ég er svo heppinn að tilheyra öflugum hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meginstef þess hóps er að sýna með verkum sínum að hægt sé að leysa flókin viðfangsefni á borð við skipulags- og samgöngumál, fjármálastjórn borgarinnar, leikskólavandann og svo mætti áfram telja. Nauðsynlegt er að þessi mál og fleiri hljóti góða umfjöllun í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hinn 14. maí næstkomandi. Við Sjálfstæðismenn erum samstilltir og fullir eftirvæntingar að ræða málefni borgarinnar við fólk og fyrirtæki. Enda af nógu að taka. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Amma mín, gallhörð sjálfstæðiskona, var kaupmaður á horninu þar sem hún rak hannyrðaverslun í meira en 30 ár. Hún kenndi mörgum með verkum sínum að hafa skyldi trú á einstaklingnum, treysta á mátt hans og meginn. Á þessum grunni sem og undir kjörorðinu „stétt með stétt“ skyldi byggja upp öflugt samfélag. Það hefur á margan hátt tekist. Það eru rétt svo liðnir tveir mánuðir síðan ég hóf með virkum hætti að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að gerast stjórnmálamaður. Á þeim stutta tíma hef ég lært margt um flokkinn. Um framtíðarhorfur flokksins kunna að vera skiptar skoðanir. Hins vegar er ég sannfærður um að helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins felist í þeim mannauði sem fyrir flokkinn starfar. Þegar ég tala um mannauð er ég fyrst og fremst að vísa til grasrótar flokksins, hins hefðbundna sjálfstæðismanns. Breiðfylking borgaralegra afla Síðustu vikur hafa veður verið válynd í kringum sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fellur undir verkahring fjármálaráðherra, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjur fólks af framkvæmd þess máls eru réttmætar, og mikilvægt að öllum steinum verði velt við að upplýsa hvað betur megi fara. Í jafn mikilvægu máli og sölu á ríkiseignum, skiptir verulegu máli að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Eitt vil ég þó segja. Hér eftir sem og hingað til er Sjálfstæðisflokkurinn breiðfylking borgaralegra afla sem með verkum sínum veitir venjulegu fólki tækifæri til að bæta líf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur sem einskorðar sig við hagsmuni hinna efnameiri. Tryggja þarf með öllum ráðum að það sé líka ára hans og ásýnd út á við. Af þeim ástæðum er brýnt að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi fyrir verkum sem skila ekki bara efnislegum og hlutlægum árangri, heldur einnig að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Og að það líti þannig út gagnvart almenningi, hinum venjulega borgara, eins og amma mín var. Borgarstjórnarkosningarnar í vor Ég er svo heppinn að tilheyra öflugum hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meginstef þess hóps er að sýna með verkum sínum að hægt sé að leysa flókin viðfangsefni á borð við skipulags- og samgöngumál, fjármálastjórn borgarinnar, leikskólavandann og svo mætti áfram telja. Nauðsynlegt er að þessi mál og fleiri hljóti góða umfjöllun í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hinn 14. maí næstkomandi. Við Sjálfstæðismenn erum samstilltir og fullir eftirvæntingar að ræða málefni borgarinnar við fólk og fyrirtæki. Enda af nógu að taka. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun