Hættu loks við að stöðva hátíð sem þrír Íslendingar taka þátt í Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 16:31 Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur í Brann fá að mæta Vålerenga á grasinu á Brann Stadion þrátt fyrir fyrri mótbárur Vålerenga. brann.no Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann ætla sér að skapa mikla hátíð og stemningu í kringum leikinn við Vålerenga í úrvalsdeild kvenna í Noregi. Vålerenga sagði ítrekað nei við því en hefur nú loks snúist hugur. Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti