Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2022 22:05 Gylfi Þór Þorsteinsson leiðir teymi sem heldur utan um komu flóttafólks frá Úkraínu. Vísir/Vilhelm Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira