Fótbolti

Gríðar­lega svekkjandi tap hjá Þóri Jóhanni og fé­lögum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórir Jóhann Helgason, leikmaður Lecce.
Þórir Jóhann Helgason, leikmaður Lecce. Gabriele Maltinti/Getty Images

Lið Íslendinganna í Serie B, ítölsku B-deildinni í fótbolta, áttu ekki sinn besta dag. Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce töpuðu 2-1 þar sem mótherjinn skoraði tvívegis í uppbótartíma. Þá gerðu Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa jafntefli.

Þórir Jóhann Helgason kom inn af bekknum hjá Lecce í fyrri hálfleik liðsins gegn Vicenza. Staðan var markalaus þangað til á 69. mínútu þegar gestirnir komust yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jöfnuðu heimamenn metin úr vítaspyrnu og þeir tryggðu sér svo sigurinn áður en leiknum lauk.

Lokatölur 2-1 Vicenza í vil og Lecce þarf því að bíða með að tryggja sæti sitt í Serie A. Liðið er sem fyrr á toppi deildarinnar með 68 stig en Cremonese er í 3. sætinu með 66 stig og gæti stokkið upp fyrir Lecce í lokaumferðinni. Efstu tvö lið deildarinnar fara beint upp. Liðin sex þar fyrir neðan fara í umspil.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í liði Pisa sem gerði 1-1 jafntefli við Cosenza. Hjörtur fékk gult spjald á 24. mínútu.

Pisa er í 4. sæti og fer í umspilið, ef liðið heldur 4. sætinu fer það í undanúrslit umspilsins en ef það endar í 5. sæti þarf það að fara í 8-liða úrslit umspilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×