Fótbolti

Meistarar Bayern töpuðu | Hala­and skoraði þrjú og Al­freð kom inn af bekknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það gekk lítið upp hjá þreyttum Bæjurum í dag.
Það gekk lítið upp hjá þreyttum Bæjurum í dag. @FCBayern

Það var ákveðin meistaraþynnka í Þýskalandsmeisturum Bayern München sem töpuðu fyrir Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Erling Braut Håland skoraði þrennu í óvæntu tapi Borussia Dortmund og þá kom Alfreð Finnbogason inn af bekknum í stórtapi.

Það var ekki hægt að segja að Bayern hafi mætt með B-liðið til Mainz. Aðeins þeir Manuel Neuer og Leroy Sané sátu á varamannabekk liðsins á meðan Thomas Müller var fjarri góðu gamni.

Þrátt fyrir gríðar sterkt byrjunarlið þá voru það heimamenn sem byrjuðu getur og var staðan 2-0 Mainz í vil eftir tæplega hálftíma leik. Robert Lewandowski minnkaði muninn fyrir hálfleik en í síðari hálfleik bættu heimamenn við þriðja markinu og unnu sannfærandi 3-1 sigur.

Håland skoraði þrjú mörk í óvæntu 3-4 tapi Dortmund á heimavelli gegn Bochum. Sigurmark leiksins kom úr vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru til leiksloka en norski framherjinn skoraði sjálfur úr tveimur vítaspyrnum í leiknum. 

Að lokum spilaði Alfreð aðeins tíu mínútur í 1-4 tapi Augsburg gegn FC Köln.

Bæjarar eru orðnir meistarar en liðið er með 75 stig eftir 32 leiki. Þar á eftir kemur Dortmund með 63 stig en Bayer Leverkusen er í 3. sæti með 55 stig. Augsburg er í 14. sæti með 35 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×