Á það sem má og má það sem á? Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 30. apríl 2022 17:30 Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun