Sakar stjórn Eflingar um að vega að grundvallarréttindum launafólks Árni Sæberg skrifar 1. maí 2022 11:51 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir er formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi og ritar undir harðorða ályktun fyrir hönd stjórnar félagsins. ASÍ Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir uppsögn alls starfsfólks Eflingar og segir ákvörðun stjórnarinnar þess efnis ósvífna og óskiljanlega. „Báran, stéttarfélag harmar þá stöðu sem launafólk innan ASÍ hefur orðið vitni að vegna átaka innan hreyfingarinnar þar sem ráðist hefur verið að starfsfólki hreyfingarinnar, forseta ASÍ og fleirum og vegið að grundvallarréttindum launafólks,“ segir í upphafi harðorðrar ályktunar Bárunnar. Ráðið segir hópuppsagnir, á borð við þá sem stjórn Eflingar framkvæmdi á dögunum, aðeins tíðkast í fyrirtækjarekstri og þá sem algjört neyðarúrræði. Ein af frumskyldum stéttarfélaga sé að verja rétt fólks til vinnu og þeim beri skylda til að sýna gott fordæmi í þeim efnum. „Velferð starfsfólks á að vera í fyrsta sæti,“ segir trúnaðarráð. Lýsa yfir stuðningi við Drífu „Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir stuðningi við forseta ASÍ, Drífu Snædal sem komið hefur starfsfólki Eflingar til varnar í þessu dæmalausa máli,“ segir í ályktun Bárunnar. Þá átelur ráðið að að hvorki Miðstjórn ASÍ né Starfsgreinasamband Íslands hafa séð ástæðu til að taka afstöðu með starfsfólki og grundvallargildum verkalýðshreyfingarinnar með því að fordæma skilyrðislaust framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar. Sú framganga gæti haft afleiðingar fyrir kjarabaráttu hreyfingarinnar. Uppsögnin dragi úr trúverðugleika Eflingar í jafnréttisbaráttu Trúnaðarráð Bárunnar vekur jafnframt athygli á að mikill meirihluti starfsfólks Eflingar sem nú missir vinnuna eru konur og það dragi úr trúverðugleika hreyfingarinnar í baráttunni fyrir jafnrétti og aukinni virðingu fyrir kvennastörfum almennt. Ofbeldi einkenni umræðuna Ráðið segir ofbeldi hafa einkennt umræðuna í kringum málefni Eflingar. „Félagsfólk í verkalýðshreyfingunni á skýlausa kröfu til þess að forsvarsmenn hreyfingarinnar sýni háttsemi í orðavali og ráðist ekki á félaga sína eða starfsfólk með yfirgangi og ósannindum,“ segir í ályktun ráðsins. Hreyfingin verðskuldi meiri virðingu en henni hafi verið sýnt undanfarið. „Ofbeldi á hvergi að þrífast og síst af öllu innan verkalýðshreyfingarinnar. Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir fullum stuðningi við starfsfólkið,“ segir trúnaðarráð Bárunnar. Ályktun Bárunnar stéttarfélags má sjá í heild hér að neðan: Launafólk á Íslandi til hamingju með daginn okkar 1.maí. Báran, stéttarfélag harmar þá stöðu sem launafólk innan ASÍ hefur orðið vitni að vegna átaka innan hreyfingarinnar (ASÍ) þar sem ráðist hefur verið að starfsfólki hreyfingarinnar, forseta ASÍ og fleirum og vegið að grundvallarréttindum launafólks. Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum. Slíkar aðgerðir hafa til þessa aðeins tíðkast í fyrirtækjarekstri og þá sem algjört neyðarúrræði ef hagræða hefur átt í rekstri. Ein af frumskyldum stéttarfélaga er að verja rétt fólks til vinnu og þeim ber skylda til að sýna gott fordæmi og stuðla þannig að því að réttindi vinnandi fólks séu ávallt sett ofar öðrum hagsmunum. Velferð starfsfólks á að vera í fyrsta sæti. Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir stuðningi við forseta ASÍ, Drífu Snædal sem komið hefur starfsfólki Eflingar til varnar í þessu dæmalausa máli. Trúnaðarráð Bárunnar átelur jafnframt að hvorki Miðstjórn ASÍ né Starfsgreinasamband Íslands hafa séð ástæðu til að taka afstöðu með starfsfólki og grundvallargildum verkalýðshreyfingarinnar með því að fordæma skilyrðislaust framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar. Þessi framganga gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir baráttu hreyfingarinnar fyrir betri kjörum. Trúnaðarráð Bárunnar vekur jafnframt athygli á að mikill meirihluti starfsfólks Eflingar sem nú missir vinnuna eru konur en það dregur úr trúverðugleika hreyfingarinnar í baráttunni fyrir jafnrétti og aukinni virðingu fyrir kvennastörfum almennt. Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir það ofbeldi sem einkennt hefur umræðuna í kringum málefni Eflingar. Félagsfólk í verkalýðshreyfingunni á skýlausa kröfu til þess að forsvarsmenn hreyfingarinnar sýni háttsemi í orðavali og ráðist ekki á félaga sína eða starfsfólk með yfirgangi og ósannindum. Hreyfingin og félagar hennar verðskulda meiri virðingu en umræðan undanfarna mánuði hefur borið vitni um. Ofbeldi á hvergi að þrífast og síst af öllu innan verkalýðshreyfingarinnar. Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir fullum stuðningi við starfsfólkið. Trúnaðarráð Bárunnar hafnar útskýringum stjórnar Eflingar og telur einsýnt að ástæða uppsagnanna sé krafa um hollustu við formann og stefnu hans umfram kröfur um fagmennsku og þjónustu við félagsfólk. Trúnaðarráð Bárunnar furðar sig á framgöngu formanns SGS og VR/LÍV sem verja aðför meirihluta stjórnar Eflingar að starfsfólki og telur þá hafa brugðist trausti verkalýðshreyfingarinnar sem formenn tveggja stærstu landssambandanna innan ASÍ. Ennfremur hafa þeir brugðist þeim skyldum sínum að verja starfsfólki gegn ósvífinni aðför að réttindum þess. Stjórn Bárunnar telur einsýnt að ef verkalýðshreyfingin treystir sér ekki til að verja eigið starfsfólk þá verði erfitt að taka slaginn fyrir almenna félagsmenn vegna þess fordæmis sem þetta gefur atvinnurekendum. Kæru félagar Meginhlutverk stéttarfélaganna er að semja um kjarasamninga. Báran, stéttarfélag hefur nú fengið niðurstöður úr kjaramálakönnun félagsins. Það er ekki annað hægt en að fagna áhuga þeirra og ekki síst finna samhljóminn með forystu hreyfingarinnar. Það eru skýr skilaboð frá grasrótinni að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á, að ná upp lægstu launum. Meðal annars að afnema tekjutengingar á lífeyrisgreiðslur, auka aðgengi að fullorðinsfræðslu, tryggja lága vexti fyrir íbúðarhúsnæði og tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla án íþyngjandi kostnaðar. Þetta samræmist þeirri stefnu sem Alþýðusamband Íslands hefur lagt áherslu á og sjáum við ekki ágreining meðal félagsmanna við stefnu og málflutning Drífu Snædal fyrir hönd ASÍ. Kæru félagar styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal án þess fordæmalausa ofbeldis sem hefur viðgengist. Fyrir hönd Bárunnar, stéttarfélags Selfossi Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
„Báran, stéttarfélag harmar þá stöðu sem launafólk innan ASÍ hefur orðið vitni að vegna átaka innan hreyfingarinnar þar sem ráðist hefur verið að starfsfólki hreyfingarinnar, forseta ASÍ og fleirum og vegið að grundvallarréttindum launafólks,“ segir í upphafi harðorðrar ályktunar Bárunnar. Ráðið segir hópuppsagnir, á borð við þá sem stjórn Eflingar framkvæmdi á dögunum, aðeins tíðkast í fyrirtækjarekstri og þá sem algjört neyðarúrræði. Ein af frumskyldum stéttarfélaga sé að verja rétt fólks til vinnu og þeim beri skylda til að sýna gott fordæmi í þeim efnum. „Velferð starfsfólks á að vera í fyrsta sæti,“ segir trúnaðarráð. Lýsa yfir stuðningi við Drífu „Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir stuðningi við forseta ASÍ, Drífu Snædal sem komið hefur starfsfólki Eflingar til varnar í þessu dæmalausa máli,“ segir í ályktun Bárunnar. Þá átelur ráðið að að hvorki Miðstjórn ASÍ né Starfsgreinasamband Íslands hafa séð ástæðu til að taka afstöðu með starfsfólki og grundvallargildum verkalýðshreyfingarinnar með því að fordæma skilyrðislaust framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar. Sú framganga gæti haft afleiðingar fyrir kjarabaráttu hreyfingarinnar. Uppsögnin dragi úr trúverðugleika Eflingar í jafnréttisbaráttu Trúnaðarráð Bárunnar vekur jafnframt athygli á að mikill meirihluti starfsfólks Eflingar sem nú missir vinnuna eru konur og það dragi úr trúverðugleika hreyfingarinnar í baráttunni fyrir jafnrétti og aukinni virðingu fyrir kvennastörfum almennt. Ofbeldi einkenni umræðuna Ráðið segir ofbeldi hafa einkennt umræðuna í kringum málefni Eflingar. „Félagsfólk í verkalýðshreyfingunni á skýlausa kröfu til þess að forsvarsmenn hreyfingarinnar sýni háttsemi í orðavali og ráðist ekki á félaga sína eða starfsfólk með yfirgangi og ósannindum,“ segir í ályktun ráðsins. Hreyfingin verðskuldi meiri virðingu en henni hafi verið sýnt undanfarið. „Ofbeldi á hvergi að þrífast og síst af öllu innan verkalýðshreyfingarinnar. Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir fullum stuðningi við starfsfólkið,“ segir trúnaðarráð Bárunnar. Ályktun Bárunnar stéttarfélags má sjá í heild hér að neðan: Launafólk á Íslandi til hamingju með daginn okkar 1.maí. Báran, stéttarfélag harmar þá stöðu sem launafólk innan ASÍ hefur orðið vitni að vegna átaka innan hreyfingarinnar (ASÍ) þar sem ráðist hefur verið að starfsfólki hreyfingarinnar, forseta ASÍ og fleirum og vegið að grundvallarréttindum launafólks. Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum. Slíkar aðgerðir hafa til þessa aðeins tíðkast í fyrirtækjarekstri og þá sem algjört neyðarúrræði ef hagræða hefur átt í rekstri. Ein af frumskyldum stéttarfélaga er að verja rétt fólks til vinnu og þeim ber skylda til að sýna gott fordæmi og stuðla þannig að því að réttindi vinnandi fólks séu ávallt sett ofar öðrum hagsmunum. Velferð starfsfólks á að vera í fyrsta sæti. Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir stuðningi við forseta ASÍ, Drífu Snædal sem komið hefur starfsfólki Eflingar til varnar í þessu dæmalausa máli. Trúnaðarráð Bárunnar átelur jafnframt að hvorki Miðstjórn ASÍ né Starfsgreinasamband Íslands hafa séð ástæðu til að taka afstöðu með starfsfólki og grundvallargildum verkalýðshreyfingarinnar með því að fordæma skilyrðislaust framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar. Þessi framganga gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir baráttu hreyfingarinnar fyrir betri kjörum. Trúnaðarráð Bárunnar vekur jafnframt athygli á að mikill meirihluti starfsfólks Eflingar sem nú missir vinnuna eru konur en það dregur úr trúverðugleika hreyfingarinnar í baráttunni fyrir jafnrétti og aukinni virðingu fyrir kvennastörfum almennt. Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir það ofbeldi sem einkennt hefur umræðuna í kringum málefni Eflingar. Félagsfólk í verkalýðshreyfingunni á skýlausa kröfu til þess að forsvarsmenn hreyfingarinnar sýni háttsemi í orðavali og ráðist ekki á félaga sína eða starfsfólk með yfirgangi og ósannindum. Hreyfingin og félagar hennar verðskulda meiri virðingu en umræðan undanfarna mánuði hefur borið vitni um. Ofbeldi á hvergi að þrífast og síst af öllu innan verkalýðshreyfingarinnar. Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir fullum stuðningi við starfsfólkið. Trúnaðarráð Bárunnar hafnar útskýringum stjórnar Eflingar og telur einsýnt að ástæða uppsagnanna sé krafa um hollustu við formann og stefnu hans umfram kröfur um fagmennsku og þjónustu við félagsfólk. Trúnaðarráð Bárunnar furðar sig á framgöngu formanns SGS og VR/LÍV sem verja aðför meirihluta stjórnar Eflingar að starfsfólki og telur þá hafa brugðist trausti verkalýðshreyfingarinnar sem formenn tveggja stærstu landssambandanna innan ASÍ. Ennfremur hafa þeir brugðist þeim skyldum sínum að verja starfsfólki gegn ósvífinni aðför að réttindum þess. Stjórn Bárunnar telur einsýnt að ef verkalýðshreyfingin treystir sér ekki til að verja eigið starfsfólk þá verði erfitt að taka slaginn fyrir almenna félagsmenn vegna þess fordæmis sem þetta gefur atvinnurekendum. Kæru félagar Meginhlutverk stéttarfélaganna er að semja um kjarasamninga. Báran, stéttarfélag hefur nú fengið niðurstöður úr kjaramálakönnun félagsins. Það er ekki annað hægt en að fagna áhuga þeirra og ekki síst finna samhljóminn með forystu hreyfingarinnar. Það eru skýr skilaboð frá grasrótinni að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á, að ná upp lægstu launum. Meðal annars að afnema tekjutengingar á lífeyrisgreiðslur, auka aðgengi að fullorðinsfræðslu, tryggja lága vexti fyrir íbúðarhúsnæði og tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla án íþyngjandi kostnaðar. Þetta samræmist þeirri stefnu sem Alþýðusamband Íslands hefur lagt áherslu á og sjáum við ekki ágreining meðal félagsmanna við stefnu og málflutning Drífu Snædal fyrir hönd ASÍ. Kæru félagar styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal án þess fordæmalausa ofbeldis sem hefur viðgengist. Fyrir hönd Bárunnar, stéttarfélags Selfossi Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður.
Launafólk á Íslandi til hamingju með daginn okkar 1.maí. Báran, stéttarfélag harmar þá stöðu sem launafólk innan ASÍ hefur orðið vitni að vegna átaka innan hreyfingarinnar (ASÍ) þar sem ráðist hefur verið að starfsfólki hreyfingarinnar, forseta ASÍ og fleirum og vegið að grundvallarréttindum launafólks. Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum. Slíkar aðgerðir hafa til þessa aðeins tíðkast í fyrirtækjarekstri og þá sem algjört neyðarúrræði ef hagræða hefur átt í rekstri. Ein af frumskyldum stéttarfélaga er að verja rétt fólks til vinnu og þeim ber skylda til að sýna gott fordæmi og stuðla þannig að því að réttindi vinnandi fólks séu ávallt sett ofar öðrum hagsmunum. Velferð starfsfólks á að vera í fyrsta sæti. Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir stuðningi við forseta ASÍ, Drífu Snædal sem komið hefur starfsfólki Eflingar til varnar í þessu dæmalausa máli. Trúnaðarráð Bárunnar átelur jafnframt að hvorki Miðstjórn ASÍ né Starfsgreinasamband Íslands hafa séð ástæðu til að taka afstöðu með starfsfólki og grundvallargildum verkalýðshreyfingarinnar með því að fordæma skilyrðislaust framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar. Þessi framganga gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir baráttu hreyfingarinnar fyrir betri kjörum. Trúnaðarráð Bárunnar vekur jafnframt athygli á að mikill meirihluti starfsfólks Eflingar sem nú missir vinnuna eru konur en það dregur úr trúverðugleika hreyfingarinnar í baráttunni fyrir jafnrétti og aukinni virðingu fyrir kvennastörfum almennt. Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir það ofbeldi sem einkennt hefur umræðuna í kringum málefni Eflingar. Félagsfólk í verkalýðshreyfingunni á skýlausa kröfu til þess að forsvarsmenn hreyfingarinnar sýni háttsemi í orðavali og ráðist ekki á félaga sína eða starfsfólk með yfirgangi og ósannindum. Hreyfingin og félagar hennar verðskulda meiri virðingu en umræðan undanfarna mánuði hefur borið vitni um. Ofbeldi á hvergi að þrífast og síst af öllu innan verkalýðshreyfingarinnar. Trúnaðarráð Bárunnar lýsir yfir fullum stuðningi við starfsfólkið. Trúnaðarráð Bárunnar hafnar útskýringum stjórnar Eflingar og telur einsýnt að ástæða uppsagnanna sé krafa um hollustu við formann og stefnu hans umfram kröfur um fagmennsku og þjónustu við félagsfólk. Trúnaðarráð Bárunnar furðar sig á framgöngu formanns SGS og VR/LÍV sem verja aðför meirihluta stjórnar Eflingar að starfsfólki og telur þá hafa brugðist trausti verkalýðshreyfingarinnar sem formenn tveggja stærstu landssambandanna innan ASÍ. Ennfremur hafa þeir brugðist þeim skyldum sínum að verja starfsfólki gegn ósvífinni aðför að réttindum þess. Stjórn Bárunnar telur einsýnt að ef verkalýðshreyfingin treystir sér ekki til að verja eigið starfsfólk þá verði erfitt að taka slaginn fyrir almenna félagsmenn vegna þess fordæmis sem þetta gefur atvinnurekendum. Kæru félagar Meginhlutverk stéttarfélaganna er að semja um kjarasamninga. Báran, stéttarfélag hefur nú fengið niðurstöður úr kjaramálakönnun félagsins. Það er ekki annað hægt en að fagna áhuga þeirra og ekki síst finna samhljóminn með forystu hreyfingarinnar. Það eru skýr skilaboð frá grasrótinni að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á, að ná upp lægstu launum. Meðal annars að afnema tekjutengingar á lífeyrisgreiðslur, auka aðgengi að fullorðinsfræðslu, tryggja lága vexti fyrir íbúðarhúsnæði og tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla án íþyngjandi kostnaðar. Þetta samræmist þeirri stefnu sem Alþýðusamband Íslands hefur lagt áherslu á og sjáum við ekki ágreining meðal félagsmanna við stefnu og málflutning Drífu Snædal fyrir hönd ASÍ. Kæru félagar styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal án þess fordæmalausa ofbeldis sem hefur viðgengist. Fyrir hönd Bárunnar, stéttarfélags Selfossi Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira