Styrkja tengslin við Ísland og ræða aðild að NATO í ljósi stríðsins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. maí 2022 23:01 Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar þingsins í Georgíu. Vísir/Ívar Georgísk sendinefnd er nú stödd á hér á landi til að styrkja tengslin milli landanna og ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. Formaður utanríkismálanefndar þingsins þar í landi segir það mikilvægt, ekki síst í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Þetta er í fyrsta sinn sem sendinefnd frá Georgíu kemur til Íslands en koma nefndarinnar markar 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er með í för og stendur til að opna ræðismannaskrifstofu hér á landi á morgun. „Meginmarkmið heimsóknar okkar er að efla samband milli landanna tveggja. Þótt löndin séu aðskilin landfræðilega hvort í sínum hluta Evrópu, þá eigum við margt sameiginlegt hvað hagsmuni varðar,“ segir Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar georgíska þingsins. Hann segir að um sögulega heimsókn sé að ræða en annað markmið með heimsókninni er að ræða aðild Georgíu að Nato. „Við höfum ætíð fundið fyrir stuðningi Íslands við sjálfstæði og landamærahelgi Georgíu og við vonum að Ísland styðji umsókn okkar um aðild að NATO,“ segir hann. Þá sé innganga Georgíu í NATO sérstaklega mikilvæg á þessum tímapunkti í ljósi stríðsins í Úkraínu. Georgíumenn hafa einnig reynslu af innrásarhernum en Rússar réðust inn í Georgíu árið 2008. „Við stöndum þétt með Úkraínu og skiljum og finnum fyrir þjáningum þeirra og sorg,“ segir Nikoloz og bætir við að Georgía hafi verið hvað fremst í flokki hvað varðar stuðning til Úkraínu. Hann segir að með aðild að NATO gæti Georgía aðstoðað önnur ríki við að bregðast við þeim brögðum sem Rússar eru þekktir fyrir að beita. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki virða lög eða reglur alþjóðasamfélagsins. „Komist Rússar upp með þetta eins og þeir gerðu árið 2008, þegar þeir lögðu undir sig hluta af Georgíu, mun það grafa undan öryggi gervallrar Evrópu. Þá gæti Georgía aftur orðið skotmark Rússa í hernaðarstefnu sinni og yfirgangi. Því er mjög mikilvægt að NATO og Vesturlönd standi saman gegn þessum yfirgangi,“ segir hann. Georgía Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem sendinefnd frá Georgíu kemur til Íslands en koma nefndarinnar markar 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er með í för og stendur til að opna ræðismannaskrifstofu hér á landi á morgun. „Meginmarkmið heimsóknar okkar er að efla samband milli landanna tveggja. Þótt löndin séu aðskilin landfræðilega hvort í sínum hluta Evrópu, þá eigum við margt sameiginlegt hvað hagsmuni varðar,“ segir Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar georgíska þingsins. Hann segir að um sögulega heimsókn sé að ræða en annað markmið með heimsókninni er að ræða aðild Georgíu að Nato. „Við höfum ætíð fundið fyrir stuðningi Íslands við sjálfstæði og landamærahelgi Georgíu og við vonum að Ísland styðji umsókn okkar um aðild að NATO,“ segir hann. Þá sé innganga Georgíu í NATO sérstaklega mikilvæg á þessum tímapunkti í ljósi stríðsins í Úkraínu. Georgíumenn hafa einnig reynslu af innrásarhernum en Rússar réðust inn í Georgíu árið 2008. „Við stöndum þétt með Úkraínu og skiljum og finnum fyrir þjáningum þeirra og sorg,“ segir Nikoloz og bætir við að Georgía hafi verið hvað fremst í flokki hvað varðar stuðning til Úkraínu. Hann segir að með aðild að NATO gæti Georgía aðstoðað önnur ríki við að bregðast við þeim brögðum sem Rússar eru þekktir fyrir að beita. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki virða lög eða reglur alþjóðasamfélagsins. „Komist Rússar upp með þetta eins og þeir gerðu árið 2008, þegar þeir lögðu undir sig hluta af Georgíu, mun það grafa undan öryggi gervallrar Evrópu. Þá gæti Georgía aftur orðið skotmark Rússa í hernaðarstefnu sinni og yfirgangi. Því er mjög mikilvægt að NATO og Vesturlönd standi saman gegn þessum yfirgangi,“ segir hann.
Georgía Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?