Uppbygging innviða Sandra Sigurðardóttir skrifar 2. maí 2022 13:00 Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun