Körfubolti

Dagur Kár í KR | Fram­lengt við Þor­vald Orra og Veigar Áka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR ásamt Þorvaldi Orra, Degi Kár og Veigari Áka.
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR ásamt Þorvaldi Orra, Degi Kár og Veigari Áka. KR.is

Körfuknattleiksdeild KR hefur samið Dag Kár Jónsson um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Þá framlengdi félagið samninga þeirra Þorvalds Orra Árnasonar og Veigars Áka Hlynssonar. Þetta kemur fram á vefsíðu KR nú í dag.

Dagur Kár er 27 ára gamall leikstjórnandi sem spilaði síðast sem atvinnumaður Ourense á Spáni. Hann hefur einnig spilað með Stjörnunni og Grindavik hér á landi.

„Dagur Kár er frábær leikmaður sem mun passa vel inn í KR samfélagið og ljóst að honum er ætlað stórt hlutverk í félaginu. Við bjóðum Dag Kár hjartanlega velkominn á Meistaravelli!“ segir í frétt KR.

„KR hefur áður gefið út mikilvægi þess að íslenskir leikmenn fái að njóta sín og spila stórt hlutverk í liðinu og eru þessar undirskriftir í takt við þær áætlanir. Veigar Áki og Þorvaldur Orri hafa spilað upp alla yngri flokka félagsins og fengu mikilvægar mínútur í leikjum síðasta tímabils.“

„Báðir stóðu sig vel og lögðu sitt á vogarskálarnar í vetur og verður gaman að fylgjast með þeim félögum vaxa enn frekar á næsta tímabili,“ segir um framlengingu samninga þeirra Þorvalds Orra og Veigars Áka.

KR endaði í 8. sæti Subway-deildar karla í vetur og var síðan sópað út í 8-liða úrslitum af deildarmeisturum Njarðvíkur.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×