Bæjarar gagnrýndir fyrir að fara í fyllerísferð til Ibiza eftir vandræðalegt tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2022 07:00 Leikmenn Bayern fóru til Ibiza eftir slæmt tap. Twitter@si_soccer Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að fara flest allir til Ibiza og fagna meistaratitlinum þegar deildarkeppninni í Þýskalandi er ólokið. Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira