Viðey í fortíð og framtíð Ari Tryggvason skrifar 3. maí 2022 08:31 Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu. Reyndar var eyjan mjög vinsæl af íbúum Reykjavíkur fyrir rúmlega hundrað árum er þeir vöndu komur sínar þangað til skemmtiferða á sunnudögum. Trúlega hafa þeir Reykvíkingar getað keypt sér ferska mjólk með nestinu sínu úr þeim kúm sem þar voru á beit úr fullkomnasta búi landsins á þeim tíma. Valkostur í stað Sundabrautar Þó að við eigum þess ekki kost nú að fá Viðeyjar-mjólk út í kaffið okkar í heimsókn þangað, getur Viðey leikið stærra hlutverk í lífi okkar án þess að skaða gildi hennar til útivistar og sem varpland fugla. Þar að auki geymir Viðey merka sögu sem hluti byggðar í landinu. Með botngöngum frá Skarfagarði og vegi suð-austur með eyjunni, trúlega frekar norðan megin en sunnan og yfir grynningarnar í Gufunes, er kominn valkostur í stað Sundabrautar sem ýmsir íbúar Kjalarness hafa beðið eftir í um 20 ár. Ennfremur felur „Viðeyjarleiðin‟ í sér tengingu við Kjalarnes með jarðgöngum norður í Brimnes á Kjalarnesi. Þetta yrðu göng svipuð Hvalfjarðargöngum að lengd og væru ekki síður ábótasöm fjárfesting og ætti að hugnast Kjalnesingum og íbúum almennt á Vesturlandi. Húsnæði og saga Húsnæðisverð er í hæstu hæðum og helsta málið í kosningabaráttunni eins og vænta mátti. Gríðarlegir möguleikar í húsnæðismálum opnast með þessari leið. Nýtt byggingarland á Kjalarnesi og í Kollafirði verður í örskotsfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Það yrði engin nýlunda að nýta þá fjölþættu möguleika sem eyjan býr yfir. Árið 1938 bjuggu 138 manns þar eftir að Kárafélagið gerði hana að útgerðarstöð sinni. En útgerð var engin nýlunda þá úr eyjunni, hið svokallaða Milljónafélag gerði út þaðan uppúr aldamótunum 1900 með miklum hafnarframkvæmdum sem tóku gömlu höfninni í Reykjavík fram. Saga Viðeyjar er litlu styttri en saga landnáms Íslands. Hún er í það minnsta eins löng og saga kristni í landinu. Munkaklaustur var stofnað á eyjunni árið 1225, sem óx verulega að efnum og átti miklar jarðir. Saga klaustursins er samofin sögu kristninnar og siðaskiptanna sem lögfest voru á Alþingi 1541. Örlög klaustursins voru táknræn fyrir þá valdabaráttu sem átti sér stað í aðdraganda siðaskiptanna, en menn Danakonungs rændu því tveimum árum áður en hinn nýi siður var lögfestur. Þær eru ekki margar ferðirnar sem ég hef farið út í Viðey. Mér heyrist að svo sé um marga aðra. Trúlega er lítill vilji til að endurreisa iðnað og útgerð frá henni enda lítil ástæða til. Hins vegar má endurvekja mikilvægi hennar. Við getum gert það með því að gera hana aðgengilega og um leið mikilvæga samgönguleið. Slík samgöngubót yrði að vera í sátt við fugla og menn en suð-vestur hluti eyjarinnar er friðað varpland. Með þessu móti gæti Viðey gegnt hlutverki sem mikilvæg útivistarparadís Reykvíkinga og þeirra sem sækja borgina heim ásamt stökkpalli í jaðarbyggðir borgarinnar og út á land. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi sem embættisbústaður Skúla Magnússonar, nýskipaðs landfógeta þá. Viðeyjarkirkja er litlu yngri. Vissulega virðast tillögur okkar í Ábyrgri framtíð vera djarfar. Ef til vill eru þær í anda Skúla Magnússonar, brautryðjanda og frumkvöðuls. Hvað segja kjósendur? Er ekki vert að skoða þessa hugmynd okkar af alvöru? Meta og ræða, kosti og galla. Höfundur er í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ábyrg framtíð Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu. Reyndar var eyjan mjög vinsæl af íbúum Reykjavíkur fyrir rúmlega hundrað árum er þeir vöndu komur sínar þangað til skemmtiferða á sunnudögum. Trúlega hafa þeir Reykvíkingar getað keypt sér ferska mjólk með nestinu sínu úr þeim kúm sem þar voru á beit úr fullkomnasta búi landsins á þeim tíma. Valkostur í stað Sundabrautar Þó að við eigum þess ekki kost nú að fá Viðeyjar-mjólk út í kaffið okkar í heimsókn þangað, getur Viðey leikið stærra hlutverk í lífi okkar án þess að skaða gildi hennar til útivistar og sem varpland fugla. Þar að auki geymir Viðey merka sögu sem hluti byggðar í landinu. Með botngöngum frá Skarfagarði og vegi suð-austur með eyjunni, trúlega frekar norðan megin en sunnan og yfir grynningarnar í Gufunes, er kominn valkostur í stað Sundabrautar sem ýmsir íbúar Kjalarness hafa beðið eftir í um 20 ár. Ennfremur felur „Viðeyjarleiðin‟ í sér tengingu við Kjalarnes með jarðgöngum norður í Brimnes á Kjalarnesi. Þetta yrðu göng svipuð Hvalfjarðargöngum að lengd og væru ekki síður ábótasöm fjárfesting og ætti að hugnast Kjalnesingum og íbúum almennt á Vesturlandi. Húsnæði og saga Húsnæðisverð er í hæstu hæðum og helsta málið í kosningabaráttunni eins og vænta mátti. Gríðarlegir möguleikar í húsnæðismálum opnast með þessari leið. Nýtt byggingarland á Kjalarnesi og í Kollafirði verður í örskotsfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Það yrði engin nýlunda að nýta þá fjölþættu möguleika sem eyjan býr yfir. Árið 1938 bjuggu 138 manns þar eftir að Kárafélagið gerði hana að útgerðarstöð sinni. En útgerð var engin nýlunda þá úr eyjunni, hið svokallaða Milljónafélag gerði út þaðan uppúr aldamótunum 1900 með miklum hafnarframkvæmdum sem tóku gömlu höfninni í Reykjavík fram. Saga Viðeyjar er litlu styttri en saga landnáms Íslands. Hún er í það minnsta eins löng og saga kristni í landinu. Munkaklaustur var stofnað á eyjunni árið 1225, sem óx verulega að efnum og átti miklar jarðir. Saga klaustursins er samofin sögu kristninnar og siðaskiptanna sem lögfest voru á Alþingi 1541. Örlög klaustursins voru táknræn fyrir þá valdabaráttu sem átti sér stað í aðdraganda siðaskiptanna, en menn Danakonungs rændu því tveimum árum áður en hinn nýi siður var lögfestur. Þær eru ekki margar ferðirnar sem ég hef farið út í Viðey. Mér heyrist að svo sé um marga aðra. Trúlega er lítill vilji til að endurreisa iðnað og útgerð frá henni enda lítil ástæða til. Hins vegar má endurvekja mikilvægi hennar. Við getum gert það með því að gera hana aðgengilega og um leið mikilvæga samgönguleið. Slík samgöngubót yrði að vera í sátt við fugla og menn en suð-vestur hluti eyjarinnar er friðað varpland. Með þessu móti gæti Viðey gegnt hlutverki sem mikilvæg útivistarparadís Reykvíkinga og þeirra sem sækja borgina heim ásamt stökkpalli í jaðarbyggðir borgarinnar og út á land. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi sem embættisbústaður Skúla Magnússonar, nýskipaðs landfógeta þá. Viðeyjarkirkja er litlu yngri. Vissulega virðast tillögur okkar í Ábyrgri framtíð vera djarfar. Ef til vill eru þær í anda Skúla Magnússonar, brautryðjanda og frumkvöðuls. Hvað segja kjósendur? Er ekki vert að skoða þessa hugmynd okkar af alvöru? Meta og ræða, kosti og galla. Höfundur er í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun