Er fjármálaráðherra í jarðsambandi? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. skrifar 3. maí 2022 09:31 Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál. Það hafði allt að segja að staðið yrði vel að verki við söluna, að það fengist gott verð fyrir hlutinn og að staðið yrði þannig að sölunni að augljóst væri að almannahagsmunir væru í forgrunni. Lög um söluferlið eru skýr. Þau eru í anda þeirrar hugmyndafræði að almannahagsmunir séu alltaf leiðarljósið. Það er gert með mikilli áherslu laganna á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Þar er jafnframt tekið fram að leita eigi hæsta verðs á markaði fyrir eignarhluti. Gott verð getur hins vegar ekki eitt og sér verið forsenda þess að traust sé til aðferðafræði ríkisstjórnarinnar um söluna. Og gott verð á að ekki heldur þurfa að þýða að allir aðrir þættir í eðlilegu söluferli víki. Það blasir við öllum sem vilja sjá það. Lokað útboð þar sem völdum aðilum bauðst að kaupa á afslætti fer í grundvallaratriðum gegn meginmarkmiðum löggjafans um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hagsmunaárekstrarnir sem núna blasa við stuða og fyrir vikið er traust almennings ekkert, en 83% þjóðarinnar hefur lýst óánægju með niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi Niðurstaðan er langstærstum hluta þjóðarinnar mikil vonbrigði. Niðurstaðan hefur leitt til reiði og tortryggni og niðurstaðan er ekki síður vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum þá meginstefnu að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir þannig að næsta kynslóð erfi þær ekki. Það er þess vegna alvarlegt að vinnubrögð fjármálaráðherra við þessa sölu verði til þess að þessir fjármunir verði ekki aðgengilegir til uppbyggingar í þágu almennings á næstunni. Enn og aftur sannast að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar staðfesta að hún veit að traust til hennar er ekkert, enda hefur hún núna tilkynnt að hún sé hætt við frekari sölu. Miðað við niðurstöðuna af þessari sölu er það hið rétta í stöðunni. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins er að sama skapi augljós tilraun til að færa kastljósið frá ráðherrum sem tóku allar lykilákvarðanir í söluferlinu og yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna, sýna auðvitað svart á hvítu að ríkisstjórnin er sjálf meðvituð um klúðrið. Þetta tvennt segir allt sem segja þarf um hvernig til tókst við síðasta útboð. En fjármálaráðherra á hins vegar enn eftir að viðurkenna þá pólitísku ábyrgð sem hann ber á málinu sem ráðherra. Traust er rauður þráður í lögunum Traust er rauður þráður í allri íslenskri lagasetningu um fjármálafyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Traust hefur verið svar löggjafans um hvernig græða eigi sárið sem bankahrunið skildi eftir sig. Allar breytingar sem gerðar hafa verið á laga- og eftirlitsumhverfinu í kjölfar bankahrunsins hafa tekið mið af þessu og til að bregðast við þeim veikleikum og vanköntum sem bankahrunið leiddi í ljós. Það er þess vegna með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ekkert tillit tekið til þess að almenningur verður að geta treyst ferli við sölu á ríkiseign. Þar eru heilbrigð samkeppni og jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni stærstu þættirnir. Og alla þessa þætti vantaði í ferlinu. Álit þjóðarinnar virt að vettugi Sú leið sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír völdu að fara við söluna fylgdi í engu sjónarmiðum um gagnsæi, samkeppni og jafnræði. Í stað þess að græða sárið var það rifið upp að nýju. Þegar traustið er ekkert og þegar reiðin er útbreidd í samfélaginu þá sýnir það ekki beinlínis sterka jarðtengingu þegar fjármálaráðherra talar í viðtölum um fólkið í landinu og réttmæta gagnrýni þjóðarinnar sem dómstól götunnar. Það ber með sér að fjármálaráðherra skortir alla jarðtengingu og hefur lítinn skilning á ástæðum vantraustsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30 Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01 Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál. Það hafði allt að segja að staðið yrði vel að verki við söluna, að það fengist gott verð fyrir hlutinn og að staðið yrði þannig að sölunni að augljóst væri að almannahagsmunir væru í forgrunni. Lög um söluferlið eru skýr. Þau eru í anda þeirrar hugmyndafræði að almannahagsmunir séu alltaf leiðarljósið. Það er gert með mikilli áherslu laganna á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Þar er jafnframt tekið fram að leita eigi hæsta verðs á markaði fyrir eignarhluti. Gott verð getur hins vegar ekki eitt og sér verið forsenda þess að traust sé til aðferðafræði ríkisstjórnarinnar um söluna. Og gott verð á að ekki heldur þurfa að þýða að allir aðrir þættir í eðlilegu söluferli víki. Það blasir við öllum sem vilja sjá það. Lokað útboð þar sem völdum aðilum bauðst að kaupa á afslætti fer í grundvallaratriðum gegn meginmarkmiðum löggjafans um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hagsmunaárekstrarnir sem núna blasa við stuða og fyrir vikið er traust almennings ekkert, en 83% þjóðarinnar hefur lýst óánægju með niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi Niðurstaðan er langstærstum hluta þjóðarinnar mikil vonbrigði. Niðurstaðan hefur leitt til reiði og tortryggni og niðurstaðan er ekki síður vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum þá meginstefnu að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir þannig að næsta kynslóð erfi þær ekki. Það er þess vegna alvarlegt að vinnubrögð fjármálaráðherra við þessa sölu verði til þess að þessir fjármunir verði ekki aðgengilegir til uppbyggingar í þágu almennings á næstunni. Enn og aftur sannast að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar staðfesta að hún veit að traust til hennar er ekkert, enda hefur hún núna tilkynnt að hún sé hætt við frekari sölu. Miðað við niðurstöðuna af þessari sölu er það hið rétta í stöðunni. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins er að sama skapi augljós tilraun til að færa kastljósið frá ráðherrum sem tóku allar lykilákvarðanir í söluferlinu og yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna, sýna auðvitað svart á hvítu að ríkisstjórnin er sjálf meðvituð um klúðrið. Þetta tvennt segir allt sem segja þarf um hvernig til tókst við síðasta útboð. En fjármálaráðherra á hins vegar enn eftir að viðurkenna þá pólitísku ábyrgð sem hann ber á málinu sem ráðherra. Traust er rauður þráður í lögunum Traust er rauður þráður í allri íslenskri lagasetningu um fjármálafyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Traust hefur verið svar löggjafans um hvernig græða eigi sárið sem bankahrunið skildi eftir sig. Allar breytingar sem gerðar hafa verið á laga- og eftirlitsumhverfinu í kjölfar bankahrunsins hafa tekið mið af þessu og til að bregðast við þeim veikleikum og vanköntum sem bankahrunið leiddi í ljós. Það er þess vegna með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ekkert tillit tekið til þess að almenningur verður að geta treyst ferli við sölu á ríkiseign. Þar eru heilbrigð samkeppni og jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni stærstu þættirnir. Og alla þessa þætti vantaði í ferlinu. Álit þjóðarinnar virt að vettugi Sú leið sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír völdu að fara við söluna fylgdi í engu sjónarmiðum um gagnsæi, samkeppni og jafnræði. Í stað þess að græða sárið var það rifið upp að nýju. Þegar traustið er ekkert og þegar reiðin er útbreidd í samfélaginu þá sýnir það ekki beinlínis sterka jarðtengingu þegar fjármálaráðherra talar í viðtölum um fólkið í landinu og réttmæta gagnrýni þjóðarinnar sem dómstól götunnar. Það ber með sér að fjármálaráðherra skortir alla jarðtengingu og hefur lítinn skilning á ástæðum vantraustsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30
Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun