Tækifæri sveitarfélaga í umhverfismálum Emilía Björt Írísardóttir Bachmann skrifar 4. maí 2022 07:01 Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna. Sameinuðu þjóðirnar lýstu áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. En hvað er svona merkilegt við það? Vistkerfi Íslands eru mörg að hruni komin, sem leiðir til stórfelldrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Í losunarbókhaldi Íslands kemur fram að 67% heildarlosunar megi rekja til landnotkunar! Sextíu og sjö prósent! Það eru ⅔ af heildarlosun landsins! En hvað er til ráða? Jú, að endurheimta vistkerfin. Með endurheimt vistkerfa drögum við úr þessari umfangsmiklu losun, eflum líffræðilega fjölbreytni og styrkjum viðnámsþol svæðanna gegn raski. Hvernig er það gert? Með útbreiðslu landlægra trjátegunda, líkt og birki. Með endurheimt votlendis, þ.e. hækkun vatnsstöðu. Með því að hindra rask af völdum sandfoks o.fl. því vistkerfin okkar ráða mörg ekki við það eins og staðan er í dag. Með friðun lands. Með því að efla gróðursæld landlægra plöntutegunda. Tækifæri til að gera betur Hvað hafa sveitarfélög með þetta að gera? Sveitarfélög eiga mörg afar mikið land og á þessum jörðum fyrirfinnast, eins og gefur að skilja, vistkerfi. Markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt í losun árið 2030 undanskilur umfangsmesta flokkinn í losunarbókhaldi Íslands sem er alvarleg vanræksla. Það gengur ekki að líta bara framhjá vandamálinu af því að það er flókið að eiga við það. En málið er að það er í raun ekki svo flókið að eiga við þennan vanda, upplýsingar um umfang og lausnir á honum liggja fyrir. Verkefni eins og Bændur græða landið og sú margþætta uppgræðsla sem Orkuveita Reykjavíkur réðist í fyrr á öldinni hafa borið ómældan árangur. Reykjavík, sem og öll önnur sveitarfélög, eru í lykilstöðu þegar kemur að endurheimt vistkerfa. Sveitarfélögin þurfa að stíga fram og axla ábyrgð á því gríðarstóra verkefni sem framundan er þegar kemur að endurheimt vistkerfa okkar, með markvissum aðgerðum í þágu náttúrunnar og loftslagsins. Fyrir bætta framtíð, fyrir áreiðanlegar auðlindir, fyrir unga fólkið, fyrir dýrin og fyrir jörðina skulum við endurheimta vistkerfin. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna. Sameinuðu þjóðirnar lýstu áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. En hvað er svona merkilegt við það? Vistkerfi Íslands eru mörg að hruni komin, sem leiðir til stórfelldrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Í losunarbókhaldi Íslands kemur fram að 67% heildarlosunar megi rekja til landnotkunar! Sextíu og sjö prósent! Það eru ⅔ af heildarlosun landsins! En hvað er til ráða? Jú, að endurheimta vistkerfin. Með endurheimt vistkerfa drögum við úr þessari umfangsmiklu losun, eflum líffræðilega fjölbreytni og styrkjum viðnámsþol svæðanna gegn raski. Hvernig er það gert? Með útbreiðslu landlægra trjátegunda, líkt og birki. Með endurheimt votlendis, þ.e. hækkun vatnsstöðu. Með því að hindra rask af völdum sandfoks o.fl. því vistkerfin okkar ráða mörg ekki við það eins og staðan er í dag. Með friðun lands. Með því að efla gróðursæld landlægra plöntutegunda. Tækifæri til að gera betur Hvað hafa sveitarfélög með þetta að gera? Sveitarfélög eiga mörg afar mikið land og á þessum jörðum fyrirfinnast, eins og gefur að skilja, vistkerfi. Markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt í losun árið 2030 undanskilur umfangsmesta flokkinn í losunarbókhaldi Íslands sem er alvarleg vanræksla. Það gengur ekki að líta bara framhjá vandamálinu af því að það er flókið að eiga við það. En málið er að það er í raun ekki svo flókið að eiga við þennan vanda, upplýsingar um umfang og lausnir á honum liggja fyrir. Verkefni eins og Bændur græða landið og sú margþætta uppgræðsla sem Orkuveita Reykjavíkur réðist í fyrr á öldinni hafa borið ómældan árangur. Reykjavík, sem og öll önnur sveitarfélög, eru í lykilstöðu þegar kemur að endurheimt vistkerfa. Sveitarfélögin þurfa að stíga fram og axla ábyrgð á því gríðarstóra verkefni sem framundan er þegar kemur að endurheimt vistkerfa okkar, með markvissum aðgerðum í þágu náttúrunnar og loftslagsins. Fyrir bætta framtíð, fyrir áreiðanlegar auðlindir, fyrir unga fólkið, fyrir dýrin og fyrir jörðina skulum við endurheimta vistkerfin. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun