Alhvít jörð á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2022 11:57 Snjórinn var farinn, en er kominn aftur. Vísir/Tryggvi Hvít jörð beið Akureyringa og nærsveitunga þegar þeir risu úr rekkju í morgun. Frekari kuldi er í kortunum næstu daga en Akureyringar geta þó huggað sig við að það á að hlýna um og eftir helgi. Það byrjaði að snjóa í nótt og þegar Akureyringar litu út um gluggana í morgun beið þeirra óvæntur gestur, alhvít jörð og snævi þakin tré, sem eru farin að kvikna til lífs að nýju eftir veturinn. Snjórinn mun þó reyndar ekki staldra lengi við. „Það hlýnar örugglega um eina til tvær gráður eftir því sem líður á daginn þannig að þetta tekur að mestu leyti upp en svo kólnar aftur í kvöld. Það ætti að taka að mestu leyti yfir daginn,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Eftir tiltölulega snjólítinn vetur hefur vorið verið með ágætasta móti á Akureyri og því viðbúið að snjórinn hafi ekki verið neitt sérstaklega velkominn í nótt. „Meðalhitinn frá páskum er búinn að vera vel yfir meðallagi. Það er alltaf erfitt þegar vorar svona snemma þá er svo erfitt þegar koma þessir köldu kaflar inn á milli,“ segir Óli Jón. Grasið er farið að grænka en er nú þakið hvítu teppi.Vísir/Tryggvi Það er frekari kuldi í kortunum næstu daga og það gæti snjóað meira á fimmtudaginn. „Seinni hluti fimmtudags og fram á kvöld gæti kannski gefið mestu úrkomuna. Það er það kalt loft yfir landinu þá að það er ekkert ólíklegt að það verði slydda eða snjókoma,“ segir Óli Jón. Svona var staðan á Akureyri í morgun.Vísir/Tryggvi Um helgina horfir þó til betri tíðar. „Já, það hlýnar ágætlega og svo hlýnar enn meira eftir helgi sýnist mér þannig að þetta er allt saman að bresta á.“ Veður Akureyri Tengdar fréttir Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31 Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Það byrjaði að snjóa í nótt og þegar Akureyringar litu út um gluggana í morgun beið þeirra óvæntur gestur, alhvít jörð og snævi þakin tré, sem eru farin að kvikna til lífs að nýju eftir veturinn. Snjórinn mun þó reyndar ekki staldra lengi við. „Það hlýnar örugglega um eina til tvær gráður eftir því sem líður á daginn þannig að þetta tekur að mestu leyti upp en svo kólnar aftur í kvöld. Það ætti að taka að mestu leyti yfir daginn,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Eftir tiltölulega snjólítinn vetur hefur vorið verið með ágætasta móti á Akureyri og því viðbúið að snjórinn hafi ekki verið neitt sérstaklega velkominn í nótt. „Meðalhitinn frá páskum er búinn að vera vel yfir meðallagi. Það er alltaf erfitt þegar vorar svona snemma þá er svo erfitt þegar koma þessir köldu kaflar inn á milli,“ segir Óli Jón. Grasið er farið að grænka en er nú þakið hvítu teppi.Vísir/Tryggvi Það er frekari kuldi í kortunum næstu daga og það gæti snjóað meira á fimmtudaginn. „Seinni hluti fimmtudags og fram á kvöld gæti kannski gefið mestu úrkomuna. Það er það kalt loft yfir landinu þá að það er ekkert ólíklegt að það verði slydda eða snjókoma,“ segir Óli Jón. Svona var staðan á Akureyri í morgun.Vísir/Tryggvi Um helgina horfir þó til betri tíðar. „Já, það hlýnar ágætlega og svo hlýnar enn meira eftir helgi sýnist mér þannig að þetta er allt saman að bresta á.“
Veður Akureyri Tengdar fréttir Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31 Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31
Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41