Að efla aldursvænt samfélag Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir skrifar 3. maí 2022 20:01 Hvernig er viðhorf þitt gagnvart öldruðum? Hefur þú leitt hugann að því? Hefur þú tekið eftir aldursfordómum í þínu nærumhverfi? Ertu að hugsa um að hætta við að lesa þessa grein af því þú ert ekki aldraður? Hér á landi er sá hópur einstaklinga sem hefur náð 67 ára aldri og hærra skilgreindur sem aldraðir, hópur fólks sem stækkar og stækkar samkvæmt núverandi þróun. Mannfjöldaspár sýna að breytt aldurssamsetning er meðal þjóða, þar sem lífslíkur fólks eru að aukast og dregist hefur úr fæðingartíðni. Öldruðum mun fjölga verulega í vestrænum samfélögum. Með þessum breytingum fylgja áskoranir sem þarf að bregðast við til að efla aldursvænt samfélag. Aldraðir endurspegla fjölbreyttan hóp, sem hefur ólíkar skoðanir og bakgrunn, fjölbreytt áhugamál og víðtæka reynslu. En þessi hópur mætir stundum aldursfordómum í nútímasamfélagi. Hætt er við neikvæðum staðalímyndum og mismunun á grundvelli aldurs. Það er brýn þörf að bregðast við og vinna að aldursvænu samfélagi með breyttu viðhorfi. Eldri fullorðnir einstaklingar búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu. Hegðun okkar og viðhorf ætti alltaf að endurspegla tækifærin og þau jákvæðu áhrif af því að fólk hafi sjálfstæði, vilja og getu til að taka virkan þátt í samfélaginu. Samstaða ætti að ríkja um það að fólk geti átt gefandi líf alla ævi. Hver og einn getur litið í eigin barm og hugleitt hvort hann leyfi aldursfordómum að viðgangast í sínu nærumhverfi. En ríkari ábyrgð liggur í forystu og stjórnun hjá leiðtogum samfélagsins. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Höfundur er nemi í öldrunarþjónustu, viðbótardiplómu á meistarastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Félagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Hvernig er viðhorf þitt gagnvart öldruðum? Hefur þú leitt hugann að því? Hefur þú tekið eftir aldursfordómum í þínu nærumhverfi? Ertu að hugsa um að hætta við að lesa þessa grein af því þú ert ekki aldraður? Hér á landi er sá hópur einstaklinga sem hefur náð 67 ára aldri og hærra skilgreindur sem aldraðir, hópur fólks sem stækkar og stækkar samkvæmt núverandi þróun. Mannfjöldaspár sýna að breytt aldurssamsetning er meðal þjóða, þar sem lífslíkur fólks eru að aukast og dregist hefur úr fæðingartíðni. Öldruðum mun fjölga verulega í vestrænum samfélögum. Með þessum breytingum fylgja áskoranir sem þarf að bregðast við til að efla aldursvænt samfélag. Aldraðir endurspegla fjölbreyttan hóp, sem hefur ólíkar skoðanir og bakgrunn, fjölbreytt áhugamál og víðtæka reynslu. En þessi hópur mætir stundum aldursfordómum í nútímasamfélagi. Hætt er við neikvæðum staðalímyndum og mismunun á grundvelli aldurs. Það er brýn þörf að bregðast við og vinna að aldursvænu samfélagi með breyttu viðhorfi. Eldri fullorðnir einstaklingar búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu. Hegðun okkar og viðhorf ætti alltaf að endurspegla tækifærin og þau jákvæðu áhrif af því að fólk hafi sjálfstæði, vilja og getu til að taka virkan þátt í samfélaginu. Samstaða ætti að ríkja um það að fólk geti átt gefandi líf alla ævi. Hver og einn getur litið í eigin barm og hugleitt hvort hann leyfi aldursfordómum að viðgangast í sínu nærumhverfi. En ríkari ábyrgð liggur í forystu og stjórnun hjá leiðtogum samfélagsins. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Höfundur er nemi í öldrunarþjónustu, viðbótardiplómu á meistarastigi.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar