Háskólasamfélagið í Vatnsmýrinni Isabel Alejandra Díaz skrifar 4. maí 2022 09:31 Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hagsmunir stúdenta Reykjavík Isabel Alejandra Díaz Háskólar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun