Eldri íbúar, eldri Ár-borgarar! Helga Lind Pálsdóttir skrifar 4. maí 2022 11:31 Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára. Samfélagsleg umræða um aldraða snýst þó gjarnan og oft að mestu leyti um þá eldri borgara sem standa frammi fyrir félagslegum og/eða heilsufarslegum vanda og því úrræðaleysi sem við blasir við íslensku samfélagi. Raunin er sú að margir sem fagnað hafa 67 ára afmælisdegi sínum eru fullfrískir, með fulla vinnugetu, lifa sama lífsstíl og áður, stunda heilsurækt og útivist. Þessi hópur heldur áfram að lifa sínu lífi líkt og það gerði fyrir 67 ára afmælisdaginn sinn. Þjónusta og tækifæri við hæfi fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins Við sem samfélag eigum að styðja við eldri íbúa sem hafa heilsu og getu með fjölbreyttum félagslegum og heilsueflandi tækifærum, nýta mannauðin, þekkinguna og viskuna sem býr með þessum hóp. Við eigum jafnframt að veita öldruðum sem þurfa á þjónustu að halda góða heilbrigðis- og félagsþjónustu sem stuðlar að því að viðkomandi geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem hægt er auk þess að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu ef og þegar þess er þörf. Hvað ætlar D - listinn að gera fyrir okkar eldri íbúa? Við viljum samfélag þar sem eldri íbúar geta notið lífsins á eigin forsendum. D - listinn ætlar að beita sér fyrir góðri þjónustu til eldri borgara. Við munum tryggja fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og vinna ötullega að betri samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum auka samráð við eldri íbúa, styðja við öldunagaráð og halda reglulega fundi með félögum eldri borgara í sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Þá munum við í D- listanum fjölga valkostum og tækifærum til heilsueflingar í öllum þéttbýliskjörnum Árborgar. Með þessu viljum við tryggja að það sé gott að eldast í Árborg okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi og í 6. sæti á lista D- listans í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Eldri borgarar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára. Samfélagsleg umræða um aldraða snýst þó gjarnan og oft að mestu leyti um þá eldri borgara sem standa frammi fyrir félagslegum og/eða heilsufarslegum vanda og því úrræðaleysi sem við blasir við íslensku samfélagi. Raunin er sú að margir sem fagnað hafa 67 ára afmælisdegi sínum eru fullfrískir, með fulla vinnugetu, lifa sama lífsstíl og áður, stunda heilsurækt og útivist. Þessi hópur heldur áfram að lifa sínu lífi líkt og það gerði fyrir 67 ára afmælisdaginn sinn. Þjónusta og tækifæri við hæfi fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins Við sem samfélag eigum að styðja við eldri íbúa sem hafa heilsu og getu með fjölbreyttum félagslegum og heilsueflandi tækifærum, nýta mannauðin, þekkinguna og viskuna sem býr með þessum hóp. Við eigum jafnframt að veita öldruðum sem þurfa á þjónustu að halda góða heilbrigðis- og félagsþjónustu sem stuðlar að því að viðkomandi geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem hægt er auk þess að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu ef og þegar þess er þörf. Hvað ætlar D - listinn að gera fyrir okkar eldri íbúa? Við viljum samfélag þar sem eldri íbúar geta notið lífsins á eigin forsendum. D - listinn ætlar að beita sér fyrir góðri þjónustu til eldri borgara. Við munum tryggja fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og vinna ötullega að betri samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum auka samráð við eldri íbúa, styðja við öldunagaráð og halda reglulega fundi með félögum eldri borgara í sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Þá munum við í D- listanum fjölga valkostum og tækifærum til heilsueflingar í öllum þéttbýliskjörnum Árborgar. Með þessu viljum við tryggja að það sé gott að eldast í Árborg okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi og í 6. sæti á lista D- listans í Árborg.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar