Farsæll leiðtogi í framboði Guðni Ársæll Indriðason skrifar 4. maí 2022 12:00 Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk. Ómar er með 2. stigs skipstjórnarréttindi og hefur því stigið ölduna eins og svo margir Vestfirðingar. En hugur hans stefndi á frekara nám. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Eins og er um fróðleiksfúsa menn hefur hann tekið ýmis námskeið til að efla víðsýni sína, s.s. í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun og fl. Menntun hans er víðtæk og blandast vel við reynslu hana af sveitarstjórnarmálum og atvinnulífi. Í verkum sínum og framkomu er Ómar sanngjarn, hógvær, lausnamiðaður og umfram allt kurteis maður með kímnigáfu. Hann er mikil félagsvera og leggur áherslu á samverustundir með fjölskyldu og vinum, en stundar líkamsrækt og útiveru og hefur mjög mikla ánægju af ferðalögum. Í farteskinu að vestan hafði hann mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Var ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og varð einnig oddviti, starfaði í 12 ár við uppbyggingu og rekstur sveitarfélagsins við góðan orðstír. Í litlum samfélögum þurfa menn æði oft að bera marga hatta, líkt og Ómar gerði á Súðavík. Sinna ýmsum hlutverkum innan sem utan sveitarstjórnar víða í samfélaginu. Jafnt fyrir sveitarfélagið sem og fjórðunginn. Það var eftirtektarvert hve mikla áherslu hann lagði á að gera Súðavík aðlaðandi samfélag fyrir ungt fólk og ferðamenn. Mikil reynsla úr atvinnulífinu Reynsla Ómars úr atvinnulífinu er ekki síðri. Hann hefur rekið fyrirtæki á heimsvísu, sem framleiðir gæludýrafóður úr íslenskum hráefnum. Verið ráðgjafi og tengt saman erlend og íslensk fyrirtæki, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viðburði. Nú hefur Ómar ákveðið að snúa sér að pólitíkinni aftur, á heldur stærri skala en síðast. Ómar fer fyrir oddaflugi Miðflokksins inn í borgarstjórn ásamt einvala liði. Hans víðtæka reynsla af sveitarstjórnarmálum og fyrirtækjarekstri mun nýtast borgarbúum vel með hann sem í borgarstjórn. Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk. Ómar er með 2. stigs skipstjórnarréttindi og hefur því stigið ölduna eins og svo margir Vestfirðingar. En hugur hans stefndi á frekara nám. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Eins og er um fróðleiksfúsa menn hefur hann tekið ýmis námskeið til að efla víðsýni sína, s.s. í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun og fl. Menntun hans er víðtæk og blandast vel við reynslu hana af sveitarstjórnarmálum og atvinnulífi. Í verkum sínum og framkomu er Ómar sanngjarn, hógvær, lausnamiðaður og umfram allt kurteis maður með kímnigáfu. Hann er mikil félagsvera og leggur áherslu á samverustundir með fjölskyldu og vinum, en stundar líkamsrækt og útiveru og hefur mjög mikla ánægju af ferðalögum. Í farteskinu að vestan hafði hann mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Var ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og varð einnig oddviti, starfaði í 12 ár við uppbyggingu og rekstur sveitarfélagsins við góðan orðstír. Í litlum samfélögum þurfa menn æði oft að bera marga hatta, líkt og Ómar gerði á Súðavík. Sinna ýmsum hlutverkum innan sem utan sveitarstjórnar víða í samfélaginu. Jafnt fyrir sveitarfélagið sem og fjórðunginn. Það var eftirtektarvert hve mikla áherslu hann lagði á að gera Súðavík aðlaðandi samfélag fyrir ungt fólk og ferðamenn. Mikil reynsla úr atvinnulífinu Reynsla Ómars úr atvinnulífinu er ekki síðri. Hann hefur rekið fyrirtæki á heimsvísu, sem framleiðir gæludýrafóður úr íslenskum hráefnum. Verið ráðgjafi og tengt saman erlend og íslensk fyrirtæki, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viðburði. Nú hefur Ómar ákveðið að snúa sér að pólitíkinni aftur, á heldur stærri skala en síðast. Ómar fer fyrir oddaflugi Miðflokksins inn í borgarstjórn ásamt einvala liði. Hans víðtæka reynsla af sveitarstjórnarmálum og fyrirtækjarekstri mun nýtast borgarbúum vel með hann sem í borgarstjórn. Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun