Vaktin: Gera enn árásir á lestarkerfi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. maí 2022 07:05 Rússar hafa skotið mörgum eldflaugum á Úkraínu síðasta daga og margar árásirnar hafa beinst að innviðum landsins. Hér má þó sjá eftirmála árásar Úkraínumanna á olíubirgðastöð á yfirráðasvæði Rússa í Donetsk. AP/Alexei Alexandrov Hvítrússar hófu skyndilega umfangsmiklar hernaðaræfingar í morgun sem þeir segja ætlað að prófa viðbúnað heraflans. Varnarmálaráðuneytið segir nágrannaríkjunum ekki stafa hætt af æfingunum né Evrópu yfirhöfuð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira