Vaktin: Gera enn árásir á lestarkerfi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. maí 2022 07:05 Rússar hafa skotið mörgum eldflaugum á Úkraínu síðasta daga og margar árásirnar hafa beinst að innviðum landsins. Hér má þó sjá eftirmála árásar Úkraínumanna á olíubirgðastöð á yfirráðasvæði Rússa í Donetsk. AP/Alexei Alexandrov Hvítrússar hófu skyndilega umfangsmiklar hernaðaræfingar í morgun sem þeir segja ætlað að prófa viðbúnað heraflans. Varnarmálaráðuneytið segir nágrannaríkjunum ekki stafa hætt af æfingunum né Evrópu yfirhöfuð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira