Segir borgarfulltrúa á alltof háum launum Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 11:15 Að sögn Evu Lúnu heyrir starf borgarfulltrúa til þægilegrar innivinnu og hún telur þá fá býsna vel greitt fyrir það. Eva talar af reynslu en hún sat í átta ár sem varaborgarfulltrúi. vísir/vilhelm Eva Lúna Baldursdóttir, sem var varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í átta ár, heldur því fram að borgarfulltrúar séu á alltof háum launum. Starfið sem þeir gegni sé í raun afar þægileg innivinna þegar allt kemur til alls. „Ég var varaborgarfulltrúi í 8 ár - og fannst alltaf stórkostlega merkilegt hvað borgarfulltrúar voru með í laun fyrir þægilega vinnu. Einhver grunnlaun og svo allskonar aukasposlur fyrir stjórnarsetur. Svo voru þeir oft heima á vinnutima og mæting ekki eins og í hefðbundna vinnu,“ segir Eva í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni. Tilefni orða Evu er frétt Vísis frá í gær en þar var greint frá því að Hildur Björnsdóttir hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi nú í aðdraganda kosninga. Þar kemur fram að hún líkt og fleiri borgarfulltrúar er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Hildur með næstbestu mætinguna Því má bæta við að laun 1. varaborgarfulltrúa með 25 prósenta álagi, svo sem vegna setu í þremur ráðum, nema rúmum 847 þúsundum króna á mánuði en upplýsingar um launakjör borgarfulltrúa má finna hér. Á fundi borgarstjórnar árið 2017 var samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í borginni í 23 úr 15. Eva Lúna Baldursdóttir telur borgarfulltrúa á alltof háum launum miðað við það að um sé að ræða þægilega innivinnu.Vísir Frétt Vísis í gær um mætingu Hildar vakti mikla athygli. Morgunblaðið, sem hefur í gegnum tíðina þjónað sem málgagn Sjálfstæðisflokksins í kosningum tók málið upp og í morgun birti DV frétt þar sem farið var sérstaklega yfir fundargerðir borgarstjórnar að teknu tilliti til mætingar. Þar kemur fram að Hildur er með næstbestu mætinguna á yfirstandandi kjörtímabili en haldnir hafa verið 70 fundir borgarstjórnar á tímabilinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur mætt best. Þægileg innivinna Ef gripið er niður í frétt DV kemur á daginn að verstu mætinguna á Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna, með rúmlega 76 prósenta mætingu og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata með 78 prósenta mætingu en Dóra er, eins og fram hefur komið, nýbökuð móðir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur látið sig vanta á 13 fundi af 69 (sem fundagerðir ná yfir) en mætt á 48. Eva Luna upplýsir á Facebook-síðu sinni að borgarfulltrúar vinni í raun enga grunnvinnu, sumir lesi gögnin sem matreidd eru fyrir þá en fáir samkvæmt hennar reynslu. „Öll gögn eru unnin ofan í fólk af sérfræðingum og þeir sitja bara - tala - og taka ákvarðanir. Það virtist einhvers konar þegjandi samkomulag að tala aldrei um hvað þetta er í raun og veru nice innivinna,“ segir Eva Lúna. ... Uppfært 11:44 Athugasemd. DV, sem vitnað er til í þessari frétt, hefur nú leiðrétt úttekt sína í því er varðar mætingu Þórdísar Lóu oddvita Viðreisnar. Samantekt miðilsins byggði á mætingarlista í byrjun hvers fundar sem er sýnilegur fremst í fundargerðum. Ekki var litið til þess að í sumum tilvikum hafa borgarfulltrúar mætt seint á fundina en tilkynningar um það er að finna í fundargerðunum miðjum. Þórdís Lóa mætti seint á einhverja þá fundi sem taldir eru til sem skróp og á daginn kemur að hún hefur misst af 13 borgarstjórnarfundum á kjörtímabilinu en ekki 21. Þetta hefur verið lagfært. Reykjavík Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Ég var varaborgarfulltrúi í 8 ár - og fannst alltaf stórkostlega merkilegt hvað borgarfulltrúar voru með í laun fyrir þægilega vinnu. Einhver grunnlaun og svo allskonar aukasposlur fyrir stjórnarsetur. Svo voru þeir oft heima á vinnutima og mæting ekki eins og í hefðbundna vinnu,“ segir Eva í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni. Tilefni orða Evu er frétt Vísis frá í gær en þar var greint frá því að Hildur Björnsdóttir hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi nú í aðdraganda kosninga. Þar kemur fram að hún líkt og fleiri borgarfulltrúar er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Hildur með næstbestu mætinguna Því má bæta við að laun 1. varaborgarfulltrúa með 25 prósenta álagi, svo sem vegna setu í þremur ráðum, nema rúmum 847 þúsundum króna á mánuði en upplýsingar um launakjör borgarfulltrúa má finna hér. Á fundi borgarstjórnar árið 2017 var samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í borginni í 23 úr 15. Eva Lúna Baldursdóttir telur borgarfulltrúa á alltof háum launum miðað við það að um sé að ræða þægilega innivinnu.Vísir Frétt Vísis í gær um mætingu Hildar vakti mikla athygli. Morgunblaðið, sem hefur í gegnum tíðina þjónað sem málgagn Sjálfstæðisflokksins í kosningum tók málið upp og í morgun birti DV frétt þar sem farið var sérstaklega yfir fundargerðir borgarstjórnar að teknu tilliti til mætingar. Þar kemur fram að Hildur er með næstbestu mætinguna á yfirstandandi kjörtímabili en haldnir hafa verið 70 fundir borgarstjórnar á tímabilinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur mætt best. Þægileg innivinna Ef gripið er niður í frétt DV kemur á daginn að verstu mætinguna á Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna, með rúmlega 76 prósenta mætingu og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata með 78 prósenta mætingu en Dóra er, eins og fram hefur komið, nýbökuð móðir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur látið sig vanta á 13 fundi af 69 (sem fundagerðir ná yfir) en mætt á 48. Eva Luna upplýsir á Facebook-síðu sinni að borgarfulltrúar vinni í raun enga grunnvinnu, sumir lesi gögnin sem matreidd eru fyrir þá en fáir samkvæmt hennar reynslu. „Öll gögn eru unnin ofan í fólk af sérfræðingum og þeir sitja bara - tala - og taka ákvarðanir. Það virtist einhvers konar þegjandi samkomulag að tala aldrei um hvað þetta er í raun og veru nice innivinna,“ segir Eva Lúna. ... Uppfært 11:44 Athugasemd. DV, sem vitnað er til í þessari frétt, hefur nú leiðrétt úttekt sína í því er varðar mætingu Þórdísar Lóu oddvita Viðreisnar. Samantekt miðilsins byggði á mætingarlista í byrjun hvers fundar sem er sýnilegur fremst í fundargerðum. Ekki var litið til þess að í sumum tilvikum hafa borgarfulltrúar mætt seint á fundina en tilkynningar um það er að finna í fundargerðunum miðjum. Þórdís Lóa mætti seint á einhverja þá fundi sem taldir eru til sem skróp og á daginn kemur að hún hefur misst af 13 borgarstjórnarfundum á kjörtímabilinu en ekki 21. Þetta hefur verið lagfært.
Reykjavík Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent