Segir borgarfulltrúa á alltof háum launum Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 11:15 Að sögn Evu Lúnu heyrir starf borgarfulltrúa til þægilegrar innivinnu og hún telur þá fá býsna vel greitt fyrir það. Eva talar af reynslu en hún sat í átta ár sem varaborgarfulltrúi. vísir/vilhelm Eva Lúna Baldursdóttir, sem var varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í átta ár, heldur því fram að borgarfulltrúar séu á alltof háum launum. Starfið sem þeir gegni sé í raun afar þægileg innivinna þegar allt kemur til alls. „Ég var varaborgarfulltrúi í 8 ár - og fannst alltaf stórkostlega merkilegt hvað borgarfulltrúar voru með í laun fyrir þægilega vinnu. Einhver grunnlaun og svo allskonar aukasposlur fyrir stjórnarsetur. Svo voru þeir oft heima á vinnutima og mæting ekki eins og í hefðbundna vinnu,“ segir Eva í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni. Tilefni orða Evu er frétt Vísis frá í gær en þar var greint frá því að Hildur Björnsdóttir hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi nú í aðdraganda kosninga. Þar kemur fram að hún líkt og fleiri borgarfulltrúar er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Hildur með næstbestu mætinguna Því má bæta við að laun 1. varaborgarfulltrúa með 25 prósenta álagi, svo sem vegna setu í þremur ráðum, nema rúmum 847 þúsundum króna á mánuði en upplýsingar um launakjör borgarfulltrúa má finna hér. Á fundi borgarstjórnar árið 2017 var samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í borginni í 23 úr 15. Eva Lúna Baldursdóttir telur borgarfulltrúa á alltof háum launum miðað við það að um sé að ræða þægilega innivinnu.Vísir Frétt Vísis í gær um mætingu Hildar vakti mikla athygli. Morgunblaðið, sem hefur í gegnum tíðina þjónað sem málgagn Sjálfstæðisflokksins í kosningum tók málið upp og í morgun birti DV frétt þar sem farið var sérstaklega yfir fundargerðir borgarstjórnar að teknu tilliti til mætingar. Þar kemur fram að Hildur er með næstbestu mætinguna á yfirstandandi kjörtímabili en haldnir hafa verið 70 fundir borgarstjórnar á tímabilinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur mætt best. Þægileg innivinna Ef gripið er niður í frétt DV kemur á daginn að verstu mætinguna á Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna, með rúmlega 76 prósenta mætingu og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata með 78 prósenta mætingu en Dóra er, eins og fram hefur komið, nýbökuð móðir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur látið sig vanta á 13 fundi af 69 (sem fundagerðir ná yfir) en mætt á 48. Eva Luna upplýsir á Facebook-síðu sinni að borgarfulltrúar vinni í raun enga grunnvinnu, sumir lesi gögnin sem matreidd eru fyrir þá en fáir samkvæmt hennar reynslu. „Öll gögn eru unnin ofan í fólk af sérfræðingum og þeir sitja bara - tala - og taka ákvarðanir. Það virtist einhvers konar þegjandi samkomulag að tala aldrei um hvað þetta er í raun og veru nice innivinna,“ segir Eva Lúna. ... Uppfært 11:44 Athugasemd. DV, sem vitnað er til í þessari frétt, hefur nú leiðrétt úttekt sína í því er varðar mætingu Þórdísar Lóu oddvita Viðreisnar. Samantekt miðilsins byggði á mætingarlista í byrjun hvers fundar sem er sýnilegur fremst í fundargerðum. Ekki var litið til þess að í sumum tilvikum hafa borgarfulltrúar mætt seint á fundina en tilkynningar um það er að finna í fundargerðunum miðjum. Þórdís Lóa mætti seint á einhverja þá fundi sem taldir eru til sem skróp og á daginn kemur að hún hefur misst af 13 borgarstjórnarfundum á kjörtímabilinu en ekki 21. Þetta hefur verið lagfært. Reykjavík Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Ég var varaborgarfulltrúi í 8 ár - og fannst alltaf stórkostlega merkilegt hvað borgarfulltrúar voru með í laun fyrir þægilega vinnu. Einhver grunnlaun og svo allskonar aukasposlur fyrir stjórnarsetur. Svo voru þeir oft heima á vinnutima og mæting ekki eins og í hefðbundna vinnu,“ segir Eva í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni. Tilefni orða Evu er frétt Vísis frá í gær en þar var greint frá því að Hildur Björnsdóttir hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi nú í aðdraganda kosninga. Þar kemur fram að hún líkt og fleiri borgarfulltrúar er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Hildur með næstbestu mætinguna Því má bæta við að laun 1. varaborgarfulltrúa með 25 prósenta álagi, svo sem vegna setu í þremur ráðum, nema rúmum 847 þúsundum króna á mánuði en upplýsingar um launakjör borgarfulltrúa má finna hér. Á fundi borgarstjórnar árið 2017 var samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í borginni í 23 úr 15. Eva Lúna Baldursdóttir telur borgarfulltrúa á alltof háum launum miðað við það að um sé að ræða þægilega innivinnu.Vísir Frétt Vísis í gær um mætingu Hildar vakti mikla athygli. Morgunblaðið, sem hefur í gegnum tíðina þjónað sem málgagn Sjálfstæðisflokksins í kosningum tók málið upp og í morgun birti DV frétt þar sem farið var sérstaklega yfir fundargerðir borgarstjórnar að teknu tilliti til mætingar. Þar kemur fram að Hildur er með næstbestu mætinguna á yfirstandandi kjörtímabili en haldnir hafa verið 70 fundir borgarstjórnar á tímabilinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur mætt best. Þægileg innivinna Ef gripið er niður í frétt DV kemur á daginn að verstu mætinguna á Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna, með rúmlega 76 prósenta mætingu og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata með 78 prósenta mætingu en Dóra er, eins og fram hefur komið, nýbökuð móðir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur látið sig vanta á 13 fundi af 69 (sem fundagerðir ná yfir) en mætt á 48. Eva Luna upplýsir á Facebook-síðu sinni að borgarfulltrúar vinni í raun enga grunnvinnu, sumir lesi gögnin sem matreidd eru fyrir þá en fáir samkvæmt hennar reynslu. „Öll gögn eru unnin ofan í fólk af sérfræðingum og þeir sitja bara - tala - og taka ákvarðanir. Það virtist einhvers konar þegjandi samkomulag að tala aldrei um hvað þetta er í raun og veru nice innivinna,“ segir Eva Lúna. ... Uppfært 11:44 Athugasemd. DV, sem vitnað er til í þessari frétt, hefur nú leiðrétt úttekt sína í því er varðar mætingu Þórdísar Lóu oddvita Viðreisnar. Samantekt miðilsins byggði á mætingarlista í byrjun hvers fundar sem er sýnilegur fremst í fundargerðum. Ekki var litið til þess að í sumum tilvikum hafa borgarfulltrúar mætt seint á fundina en tilkynningar um það er að finna í fundargerðunum miðjum. Þórdís Lóa mætti seint á einhverja þá fundi sem taldir eru til sem skróp og á daginn kemur að hún hefur misst af 13 borgarstjórnarfundum á kjörtímabilinu en ekki 21. Þetta hefur verið lagfært.
Reykjavík Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira