Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2022 12:28 Ásgeir Jónsson óttast verðhækkanir í útlöndum eigi enn eftir að koma fram og því eigi verðbólgan eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30
Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07