Kröftug uppbygging á Ásbrú Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 4. maí 2022 14:30 Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ. Það er mikilvægt fyrir Reykjanesbæ í heild að samfélagið á Ásbrú sé ræktað og hlúð sé að því sem einu af hverfum Reykjanesbæjar með myndarbrag. Tilfinning íbúa er á þann veg að hverfið sé því miður afgangsstærð þegar kemur að ýmsu sem þarf að hlú að og byggja upp. Skólinn á að vera hjarta samfélagsins Í hverju samfélagi er hægt að líta á skólann sem hjarta samfélagsins þar sem unnið er markvisst að því að tryggja jöfn tækifæri til menntunar. Skólabyggingar Háaleitisskóla í Ábrúarhverfinu eru á afar óhentugum stað og þær eru líka komnar vel til ára sinna og standast ekki að öllu leyti nútímakröfur. Skólaleikvöllurinn sem á að vera staður sem styður við hreyfi- og félagsþroska er í óásættanlegu ástandi. Staðsetningin veldur því að nemendur þurfa að sækja skóla um langan veg og nær enginn nemandi hefur kost á því að ganga í skólann. Þá er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að innan girðingar flugvallarins sem staðsett er alveg við skólann ganga um vopnaðir hermenn. Slíkt er ekki ásættanlegt í næsta nágrenni við skóla. Þessir vankantar standa skólasamfélaginu fyrir þrifum. Framsókn leggur áherslu á kröftuga uppbyggingu og nýja skólabyggingu strax! Það er einn af áhersluþáttum í málefnaskrá Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor að sérstaklega sé horft til þess að stórefla Ásbrúarhverfið og gera það að aðlaðandi hverfi til að búa í. Það viljum við gera með því að byggja upp innviði og stórbæta umhverfi íbúa. Grundvallarþáttur í því ljósi er að hafist verði handa sem allra fyrst við að byggja nýjan skóla í hverfinu sem leysir af hólmi þær byggingar sem nú eru notaðar undir skólastarf Háaleitisskóla. Framsókn hefur sýnt vilja sinn í verki Nú hefur verið hafin vinna við deiliskipulag í hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að rísi ný skólabygging og vegleg skólalóð ásamt almenningsgarði. (Um er að ræða svæðið fyrir neðan Grænásbraut og ofan Skógarbrautar). Með þessari vinnu hefur Framsókn sýnt vilja sín í verki hvað varðar það að farið verði í veglega uppbygginu innviða í Ásbrúarhverfinu ásamt mótun útivistarsvæða sem munu bæta lífsgæði íbúa umtalsvert.Það er ljóst að atkvæði greitt Framsókn mun tryggja það að þessi uppbygging mun hefjast af fullum krafti strax á næsta kjörtímabili. Höfundur er skólastjóri og skipar 9. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ. Það er mikilvægt fyrir Reykjanesbæ í heild að samfélagið á Ásbrú sé ræktað og hlúð sé að því sem einu af hverfum Reykjanesbæjar með myndarbrag. Tilfinning íbúa er á þann veg að hverfið sé því miður afgangsstærð þegar kemur að ýmsu sem þarf að hlú að og byggja upp. Skólinn á að vera hjarta samfélagsins Í hverju samfélagi er hægt að líta á skólann sem hjarta samfélagsins þar sem unnið er markvisst að því að tryggja jöfn tækifæri til menntunar. Skólabyggingar Háaleitisskóla í Ábrúarhverfinu eru á afar óhentugum stað og þær eru líka komnar vel til ára sinna og standast ekki að öllu leyti nútímakröfur. Skólaleikvöllurinn sem á að vera staður sem styður við hreyfi- og félagsþroska er í óásættanlegu ástandi. Staðsetningin veldur því að nemendur þurfa að sækja skóla um langan veg og nær enginn nemandi hefur kost á því að ganga í skólann. Þá er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að innan girðingar flugvallarins sem staðsett er alveg við skólann ganga um vopnaðir hermenn. Slíkt er ekki ásættanlegt í næsta nágrenni við skóla. Þessir vankantar standa skólasamfélaginu fyrir þrifum. Framsókn leggur áherslu á kröftuga uppbyggingu og nýja skólabyggingu strax! Það er einn af áhersluþáttum í málefnaskrá Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor að sérstaklega sé horft til þess að stórefla Ásbrúarhverfið og gera það að aðlaðandi hverfi til að búa í. Það viljum við gera með því að byggja upp innviði og stórbæta umhverfi íbúa. Grundvallarþáttur í því ljósi er að hafist verði handa sem allra fyrst við að byggja nýjan skóla í hverfinu sem leysir af hólmi þær byggingar sem nú eru notaðar undir skólastarf Háaleitisskóla. Framsókn hefur sýnt vilja sinn í verki Nú hefur verið hafin vinna við deiliskipulag í hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að rísi ný skólabygging og vegleg skólalóð ásamt almenningsgarði. (Um er að ræða svæðið fyrir neðan Grænásbraut og ofan Skógarbrautar). Með þessari vinnu hefur Framsókn sýnt vilja sín í verki hvað varðar það að farið verði í veglega uppbygginu innviða í Ásbrúarhverfinu ásamt mótun útivistarsvæða sem munu bæta lífsgæði íbúa umtalsvert.Það er ljóst að atkvæði greitt Framsókn mun tryggja það að þessi uppbygging mun hefjast af fullum krafti strax á næsta kjörtímabili. Höfundur er skólastjóri og skipar 9. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun