Refsað fyrir köll Stefáns að sjónvarpsmönnum: „Veikleikamerki hjá dómarastéttinni“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 10:02 Stefán Rafn Sigurmannsson beindi orðum sínum til lýsenda Stöðvar 2 Sports. Stöð 2 Sport „Hann segir bara: Gaupi, come on, þetta er ekki neitt,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni um umdeilt atvik í leik ÍBV og Hauka í gærkvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira