Hvað vilja borgarbúar? Sigríður Svavarsdóttir skrifar 5. maí 2022 11:01 Vilja þeir óbreytt skipulag? Vilja þeir fleiri þrengingar á götum borgarinnar? Vilja þeir fleiri umferðar- og gönguljós? Vilja þeir að flugvöllurinn fari? Vilja þeir fleiri leiðir út úr borginni? Vill fólk fá borgarlínu og stokk á Miklubraut og Sæbraut? Vill fólk láta rífa niður byggð til að byggja nýja með tvöföldum kostnaði? Ábyrg framtíð hugsar til framtíðar. Við viljum flæðandi umferð í borginni með því að fækka gönguljósum sem auðvelt er að breyta yfir í göngubrýr eða undirgöng. Við ætlum að fækka umferðaljósum á t.d. á Bústaðavegi, setja í stað þeirra lítil hringtorg eða sjálfstýrandi ljós og „ná þannig flæði“. Víðar um borgina eru ljós sem bara tefja umferð og má leysa af hólmi með smáum hringtorgum til að liðka fyrir umferð. Við ætlum að stilla saman umferðaljósin á öllum hellstu stofnbrautum í borginni þannig bílar séu ekki alltaf stopp á rauðu. Við sjáum fyrir okkur mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og víðar þar sem hægt er með góðu móti að koma þeim fyrir. Við ætlum að fækka þrengingum og hraðahindrunum á götum borgarinnar á tímum umhverfismengunar. Við treystum fólki til að keyra á réttum hraða. Flugvöllurinn verður áfram þar sem hann er, hægt verður að auka umferð um hann m.a. með millilandaflugi til að bæta rekstur hans og lækka fluggjald út á landsbyggðina. Flugvöllurinn er lífæð landsbyggðarinnar og ekki síst þeirra sem veikjast eða slasast úti á landi. Við lækkum verð á nýbyggingum. Borgin á nóg af landi til að byggja á og það þarf ekki að rífa eldri byggð til að byggja nýtt. Við eigum nóg af byggingarlandi innan seilingar og byggjum þar. Við ætlum að byggja upp gott og skilvirkt kerfi fyrir alla aldurshópa. Margir fatlaðir eru einangraðir heima, settir í daggæslu eða skóla á meðan það býðst og margur einangrast þar vegna fötlunar sinnar. Nú einangrast eldra fólk á heimilum sínum sem hefur misst heilsu á öllum aldri, auralítið og að mestu afskipt. Margur á ekkert heimili eða skjól vegna plássleysis því það virðist ekki vera gert ráð fyrir þeim í kerfinu. Biðlistar hjá greiningarkerfinu lengast og alltof fáir komast á rétta braut, oft vegna fjárhagslegra þrenginga í kerfunum. Grípum inn í fyrr og gerum fólki kleift að lifa hamingjusamt. Við viljum hreina borg og vel mokaða. Höfundur skipar 6. sætið í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ábyrg framtíð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Vilja þeir óbreytt skipulag? Vilja þeir fleiri þrengingar á götum borgarinnar? Vilja þeir fleiri umferðar- og gönguljós? Vilja þeir að flugvöllurinn fari? Vilja þeir fleiri leiðir út úr borginni? Vill fólk fá borgarlínu og stokk á Miklubraut og Sæbraut? Vill fólk láta rífa niður byggð til að byggja nýja með tvöföldum kostnaði? Ábyrg framtíð hugsar til framtíðar. Við viljum flæðandi umferð í borginni með því að fækka gönguljósum sem auðvelt er að breyta yfir í göngubrýr eða undirgöng. Við ætlum að fækka umferðaljósum á t.d. á Bústaðavegi, setja í stað þeirra lítil hringtorg eða sjálfstýrandi ljós og „ná þannig flæði“. Víðar um borgina eru ljós sem bara tefja umferð og má leysa af hólmi með smáum hringtorgum til að liðka fyrir umferð. Við ætlum að stilla saman umferðaljósin á öllum hellstu stofnbrautum í borginni þannig bílar séu ekki alltaf stopp á rauðu. Við sjáum fyrir okkur mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og víðar þar sem hægt er með góðu móti að koma þeim fyrir. Við ætlum að fækka þrengingum og hraðahindrunum á götum borgarinnar á tímum umhverfismengunar. Við treystum fólki til að keyra á réttum hraða. Flugvöllurinn verður áfram þar sem hann er, hægt verður að auka umferð um hann m.a. með millilandaflugi til að bæta rekstur hans og lækka fluggjald út á landsbyggðina. Flugvöllurinn er lífæð landsbyggðarinnar og ekki síst þeirra sem veikjast eða slasast úti á landi. Við lækkum verð á nýbyggingum. Borgin á nóg af landi til að byggja á og það þarf ekki að rífa eldri byggð til að byggja nýtt. Við eigum nóg af byggingarlandi innan seilingar og byggjum þar. Við ætlum að byggja upp gott og skilvirkt kerfi fyrir alla aldurshópa. Margir fatlaðir eru einangraðir heima, settir í daggæslu eða skóla á meðan það býðst og margur einangrast þar vegna fötlunar sinnar. Nú einangrast eldra fólk á heimilum sínum sem hefur misst heilsu á öllum aldri, auralítið og að mestu afskipt. Margur á ekkert heimili eða skjól vegna plássleysis því það virðist ekki vera gert ráð fyrir þeim í kerfinu. Biðlistar hjá greiningarkerfinu lengast og alltof fáir komast á rétta braut, oft vegna fjárhagslegra þrenginga í kerfunum. Grípum inn í fyrr og gerum fólki kleift að lifa hamingjusamt. Við viljum hreina borg og vel mokaða. Höfundur skipar 6. sætið í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar