Elliðaárstöð brumar Birna Bragadóttir skrifar 5. maí 2022 13:00 Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík HönnunarMars Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun