Af hverju pólitík... Díana Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2022 13:31 Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun