Tony Omos stefnir íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 13:10 Árið 2012 gerði lögregla húsleit á heimili Tony Omos. Hann var handtekinn og var haldið í gæsluvarðhaldi í 16 daga, þar af að hluta til í einangrun í tengslum við mál sem svo var fellt niður. Lekamálið ætlar enn að draga dilk á eftir sér en nú hefur Tony Omos stefnt íslenska ríkinu og krefst fjögurra milljóna króna auk vaxta í skaðabætur. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira