Einar byrjar atvinnumennskuna sem lærisveinn Guðmundar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 13:31 Einar Þorsteinn Ólafsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. vísir/hulda margrét Handknattleiksmaðurinn efnilegi Einar Þorsteinn Ólafsson fetar í fótspor föður síns, Ólafs Stefánssonar, og heldur í atvinnumennsku í sumar. Einar hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Fredericia og verður þar með lærisveinn landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar sem tekur við liðinu í sumar. Einar, sem er tvítugur, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Val. Einar á þó eftir að ljúka keppnistímabilinu með Valsmönnum sem leika í kvöld á Selfossi í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Einar er spennandi leikmaður,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, stjórnandi hjá Fredericia, og bætir við: „Hann er 198 sentímetrar og 91 kíló, góður varnarmaður og afar öflugur í sóknarleiknum sem skytta eða leikstjórnandi. Við teljum að Einar geti þróast mikið við að koma í dönsku deildina og við væntum þess að á komandi leiktíðum muni hann þróast í að verða mikilvægur hlekkur í liði Fredericia.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Einar byrjar atvinnumannsferilinn þremur árum á undan föður sínum sem fór frá Val til Wuppertal í Þýskalandi árið 1996. Á löngum og glæsilegum atvinnumannsferli sínum lék Ólafur eina leiktíð í Danmörku, með liði sem hét AG Köbenhavn. „Risastórt tækifæri fyrir mig“ Fredericia endaði í 6. sæti deildakeppninnar í dönsku úrvalsdeildinni en er svo gott sem úr leik í úrslitakeppninni þar sem liðið er án stiga í riðli 2 eftir þrjár umferðir af sex. „Ég hlakka til að skipta yfir í dönsku deildina sem er mjög sterk. Vonandi get ég haldið áfram að þróast og verða enn betri handboltamaður í atvinnumannafélagi með góðri umgjörð,“ segir Einar í tilkynningu Fredericia. „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig og ég hlakka til að spila í fullri Thansen-höll, þar sem ég hef heyrt að HK Ultras skapi mikla stemningu. Vonandi get ég stuðlað að því að Fredericia nái árangri á komandi árum og spili um verðlaun,“ sagði Einar. Danski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Einar hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Fredericia og verður þar með lærisveinn landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar sem tekur við liðinu í sumar. Einar, sem er tvítugur, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Val. Einar á þó eftir að ljúka keppnistímabilinu með Valsmönnum sem leika í kvöld á Selfossi í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Einar er spennandi leikmaður,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, stjórnandi hjá Fredericia, og bætir við: „Hann er 198 sentímetrar og 91 kíló, góður varnarmaður og afar öflugur í sóknarleiknum sem skytta eða leikstjórnandi. Við teljum að Einar geti þróast mikið við að koma í dönsku deildina og við væntum þess að á komandi leiktíðum muni hann þróast í að verða mikilvægur hlekkur í liði Fredericia.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Einar byrjar atvinnumannsferilinn þremur árum á undan föður sínum sem fór frá Val til Wuppertal í Þýskalandi árið 1996. Á löngum og glæsilegum atvinnumannsferli sínum lék Ólafur eina leiktíð í Danmörku, með liði sem hét AG Köbenhavn. „Risastórt tækifæri fyrir mig“ Fredericia endaði í 6. sæti deildakeppninnar í dönsku úrvalsdeildinni en er svo gott sem úr leik í úrslitakeppninni þar sem liðið er án stiga í riðli 2 eftir þrjár umferðir af sex. „Ég hlakka til að skipta yfir í dönsku deildina sem er mjög sterk. Vonandi get ég haldið áfram að þróast og verða enn betri handboltamaður í atvinnumannafélagi með góðri umgjörð,“ segir Einar í tilkynningu Fredericia. „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig og ég hlakka til að spila í fullri Thansen-höll, þar sem ég hef heyrt að HK Ultras skapi mikla stemningu. Vonandi get ég stuðlað að því að Fredericia nái árangri á komandi árum og spili um verðlaun,“ sagði Einar.
Danski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira