Garðabær fyrir unga fólkið Margrét Bjarnadóttir og Hrannar Bragi Eyjólfsson skrifa 5. maí 2022 15:00 Garðabær hefur löngum verið eftirsóttur staður á meðal ungs fólks sem er að hefja fjölskyldulíf. Þannig var það í upphafi þéttbýlismyndunar hér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þannig er það enn í dag. Íbúaþróun í Urriðaholti ber þess skýr merki. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ viljum halda áfram á þeirri braut að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign hér í Garðabæ, festa hér rætur og stofna fjölskyldur í barnvænu og lifandi samfélagi. Fjölskylduvænt samfélag Garðabær hefur frá upphafi verið skipulagður með fjölskyldur og börn í huga. Börnin valsa örugg um bæinn, hjóla um stíga eða sparka bolta á undan sér. Þau ganga í framúrskarandi leik- og grunnskóla og hafa fjölbreytt val um íþróttir og tómstundir á vegum frjálsu félaganna í bænum. Höldum Garðbæingum í Garðabæ Það er okkur hjartans mál að Garðabær verði enn á ný raunverulegur valkostur fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Það þarf að tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum af öllum gerðum sem henta mismunandi fjölskyldueiningum. Það gekk vel í Urriðaholti þar sem heillandi og blönduð byggð hefur risið. Samgangur eldri og yngri íbúa hverfisins er þar sjálfsagður hlutur daglegs lífs og verslanir og þjónusta hefur sett fallegan blæ á hverfið. Með þá hugsun í farteskinu skipuleggjum við ný hverfi, eins og í Vetrarmýri og Hnoðraholti. Framúrskarandi leikskólar Leikskólastarf í Garðabæ er rómað og það er ekki af ástæðulausu. Starfsfólkið okkar í leikskólunum er framúrskarandi og við þurfum að halda áfram að hlúa að því og þróa starfsumhverfið í samráði við það. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast í þá stefnu að tryggja 12 mánaða börnum pláss á leikskólum bæjarins. Það var kerfið sem við byggðum upp og okkar metnaður er að viðhalda. Mikil fjölgun á meðal ungs fólks með börn á leikskólaaldri í Urriðaholti kom vissulega á óvart, en fjöldi þeirra gekk þvert á allar spár. Börn í Garðabæ hafa þó áfram fengið pláss á leikskóla fyrr en í nágrannasveitarfélögunum og með boðuðum aðgerðum verður 12 mánaða markinu náð að nýju síðar á árinu. Nýr átta deilda leikskóli, Mánahvoll, hefur risið og annar nýr sex deilda leikskóli fyrir allt að 120 börn mun taka til starfa í Urriðaholti haustið 2022. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið á tekjutengdum afslætti og systkinaafslætti af leikskólagjöldum, en það var gert til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna. Íþróttabærinn Garðabær Garðabær er þekktur fyrir frábært og framsækið íþróttastarf. Frjálsu félögin okkar eru með þeim öflugustu á landinu og það er bæjarins að stuðla að því að íþróttastarfið verði hér sem allra best. Það er gert með uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum, góðum og öruggum tengingum í formi hjóla- og göngustíga við íþróttasvæðin okkar, en líka með góðu skipulagi hvatapeninga. Við þurfum líka að mæta börnum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi. Bærinn verður að halda utan um þessi börn og finna þeim farveg til aukinnar lífsgleði og hamingju. Framsækin framtíðarsýn fyrir Garðabæ! Við leggjum þessa framsæknu framtíðarsýn þar sem byggt er á því sem vel hefur gert í fortíðinni undir þig, kjósandi góður, og hvetjum þig til að setja X við D, 14. maí næstkomandi. Höfundar skipa 4. og 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Garðabær hefur löngum verið eftirsóttur staður á meðal ungs fólks sem er að hefja fjölskyldulíf. Þannig var það í upphafi þéttbýlismyndunar hér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þannig er það enn í dag. Íbúaþróun í Urriðaholti ber þess skýr merki. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ viljum halda áfram á þeirri braut að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign hér í Garðabæ, festa hér rætur og stofna fjölskyldur í barnvænu og lifandi samfélagi. Fjölskylduvænt samfélag Garðabær hefur frá upphafi verið skipulagður með fjölskyldur og börn í huga. Börnin valsa örugg um bæinn, hjóla um stíga eða sparka bolta á undan sér. Þau ganga í framúrskarandi leik- og grunnskóla og hafa fjölbreytt val um íþróttir og tómstundir á vegum frjálsu félaganna í bænum. Höldum Garðbæingum í Garðabæ Það er okkur hjartans mál að Garðabær verði enn á ný raunverulegur valkostur fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Það þarf að tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum af öllum gerðum sem henta mismunandi fjölskyldueiningum. Það gekk vel í Urriðaholti þar sem heillandi og blönduð byggð hefur risið. Samgangur eldri og yngri íbúa hverfisins er þar sjálfsagður hlutur daglegs lífs og verslanir og þjónusta hefur sett fallegan blæ á hverfið. Með þá hugsun í farteskinu skipuleggjum við ný hverfi, eins og í Vetrarmýri og Hnoðraholti. Framúrskarandi leikskólar Leikskólastarf í Garðabæ er rómað og það er ekki af ástæðulausu. Starfsfólkið okkar í leikskólunum er framúrskarandi og við þurfum að halda áfram að hlúa að því og þróa starfsumhverfið í samráði við það. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast í þá stefnu að tryggja 12 mánaða börnum pláss á leikskólum bæjarins. Það var kerfið sem við byggðum upp og okkar metnaður er að viðhalda. Mikil fjölgun á meðal ungs fólks með börn á leikskólaaldri í Urriðaholti kom vissulega á óvart, en fjöldi þeirra gekk þvert á allar spár. Börn í Garðabæ hafa þó áfram fengið pláss á leikskóla fyrr en í nágrannasveitarfélögunum og með boðuðum aðgerðum verður 12 mánaða markinu náð að nýju síðar á árinu. Nýr átta deilda leikskóli, Mánahvoll, hefur risið og annar nýr sex deilda leikskóli fyrir allt að 120 börn mun taka til starfa í Urriðaholti haustið 2022. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið á tekjutengdum afslætti og systkinaafslætti af leikskólagjöldum, en það var gert til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna. Íþróttabærinn Garðabær Garðabær er þekktur fyrir frábært og framsækið íþróttastarf. Frjálsu félögin okkar eru með þeim öflugustu á landinu og það er bæjarins að stuðla að því að íþróttastarfið verði hér sem allra best. Það er gert með uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum, góðum og öruggum tengingum í formi hjóla- og göngustíga við íþróttasvæðin okkar, en líka með góðu skipulagi hvatapeninga. Við þurfum líka að mæta börnum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi. Bærinn verður að halda utan um þessi börn og finna þeim farveg til aukinnar lífsgleði og hamingju. Framsækin framtíðarsýn fyrir Garðabæ! Við leggjum þessa framsæknu framtíðarsýn þar sem byggt er á því sem vel hefur gert í fortíðinni undir þig, kjósandi góður, og hvetjum þig til að setja X við D, 14. maí næstkomandi. Höfundar skipa 4. og 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar