Er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja valfrelsi í skólum? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 6. maí 2022 10:02 Í Garðabæ áttu sjálfstætt starfandi skólar best með að starfa. Hér hefur stjórnmálafólk staðið með rekstrarumhverfi þeirra. Þeir hafa sagt hátt og skýrt að með hverju grunnskólabarni eigi að fylgja 100% framlag, óháð þeim skóla sem valinn er. Á móti hefur innheimta skólagjalda verið óheimiluð. Með þessu hefur rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skólanna löngum verið sambærilegt öðrum skólum. Ég hef verið stolt af þessari stöðu í Garðabæ og vil verja hana því ég trúi að foreldrar eiga að hafa val fyrir börnin sín. Á undanförnum árum hefur þó sigið á ógæfuhliðina hér í Garðabæ. Við stöndum frammi fyrir því að framlag til sjálfstætt starfandi skóla er að nálgast hin hefðbundnu 75%, sem önnur sveitarfélög greiða. Sjálfstæðir skólar í Garðabæ ekki lengur fullfjármagnaðir Rekstrarumhverfi sjálfstæðra skóla í öðrum sveitarfélögum eru þó verið tryggari, því að þeir skólar hafa samhliða getað sótt skólagjöld fyrir eftirstandandi 25% af kostnaði. Við vijlum ekki taka upp skólagjöld í Garðabæ. En þá þarf fullt fjármagn líka að fylgja. Forysta Garðabæjar í þessu máli og sú prinsipp afstaða að bjóða foreldrum upp á frjálst val er að hverfa. Í stað þess að vera þeim staður grósku og vaxtar stefnir Garðabær í að verða fjandsamlegt sjálfstætt starfandi grunnskólum. Óvissa um húsnæði Á sama tíma er óvissa um framtíð um 40 nemenda á miðstigi, því að Garðabær svarar ekki óskum Hjallastefnunnar um stækkun húsnæðis, því skólinn er löngu sprunginn. Það er greinilegt að það er af sem áður var að Sjálfstæðisflokkurinn og Garðabær sé vitinn sem aðrir hafa getað fylgt þegar að kemur að valfrelsi í skólum. Hafnarfjörður og Reykjavík stíga fram Fréttir berast úr öðrum sveitarfélögum um að þau hafi ákveðið að standa sig betur í þessum málum. Meira að segja Hafnarfjörður hefur ákveðið að láta 100% framlag af landsmeðaltali fylgja barni í sjálfstætt starfandi skóla. Reykjavík ákvað svo í gær að tryggja órofið skólastarf í Öskju og auka húsnæðisstuðning við Hjallaskólann, auk þess sem samið var um framtíðarlausn skólasamfélagsins. Hér blasir við alveg nýr veruleiki. Sveitarfélög sem hingað til hafa ekki þótt í hópi þeirra framsæknu í stuðningi við rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi grunnskóla eru að stíga fram og bæta við stuðninginn. Sveitarfélagið sem hefur þar verið í forystu er hins vegar að láta eftir síga og það er enginn innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins þar sem stendur upp og ver þennan valkost foreldra, að geta sent börnin sín í sjálfstæðan skóla. Af sem áður var Fyrir tveimur áratugum bjó í Garðabæ framsækni og kjarkur til þess að fara nýjar leiðir. Að brjótast út úr kerfinu, vera hreyfiafl nýrra hugmynda í skólamálum og tryggja fjölbreytt rekstrarform. Þess í stað er í dag að teiknast upp mynd ómöguleikans. Ómöguleika sjálfstætt starfandi grunnskóla til að vaxa og blómstra í umhverfi þar sem staðið er með fjölbreytileikanum. Ómöguleika þess að í Garðabæ verði alvöru valfrelsi um skóla fyrir börn og foreldra. Því hljóta Garðbæingar að spyrja, er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja sjálfstæði í skólum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ áttu sjálfstætt starfandi skólar best með að starfa. Hér hefur stjórnmálafólk staðið með rekstrarumhverfi þeirra. Þeir hafa sagt hátt og skýrt að með hverju grunnskólabarni eigi að fylgja 100% framlag, óháð þeim skóla sem valinn er. Á móti hefur innheimta skólagjalda verið óheimiluð. Með þessu hefur rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skólanna löngum verið sambærilegt öðrum skólum. Ég hef verið stolt af þessari stöðu í Garðabæ og vil verja hana því ég trúi að foreldrar eiga að hafa val fyrir börnin sín. Á undanförnum árum hefur þó sigið á ógæfuhliðina hér í Garðabæ. Við stöndum frammi fyrir því að framlag til sjálfstætt starfandi skóla er að nálgast hin hefðbundnu 75%, sem önnur sveitarfélög greiða. Sjálfstæðir skólar í Garðabæ ekki lengur fullfjármagnaðir Rekstrarumhverfi sjálfstæðra skóla í öðrum sveitarfélögum eru þó verið tryggari, því að þeir skólar hafa samhliða getað sótt skólagjöld fyrir eftirstandandi 25% af kostnaði. Við vijlum ekki taka upp skólagjöld í Garðabæ. En þá þarf fullt fjármagn líka að fylgja. Forysta Garðabæjar í þessu máli og sú prinsipp afstaða að bjóða foreldrum upp á frjálst val er að hverfa. Í stað þess að vera þeim staður grósku og vaxtar stefnir Garðabær í að verða fjandsamlegt sjálfstætt starfandi grunnskólum. Óvissa um húsnæði Á sama tíma er óvissa um framtíð um 40 nemenda á miðstigi, því að Garðabær svarar ekki óskum Hjallastefnunnar um stækkun húsnæðis, því skólinn er löngu sprunginn. Það er greinilegt að það er af sem áður var að Sjálfstæðisflokkurinn og Garðabær sé vitinn sem aðrir hafa getað fylgt þegar að kemur að valfrelsi í skólum. Hafnarfjörður og Reykjavík stíga fram Fréttir berast úr öðrum sveitarfélögum um að þau hafi ákveðið að standa sig betur í þessum málum. Meira að segja Hafnarfjörður hefur ákveðið að láta 100% framlag af landsmeðaltali fylgja barni í sjálfstætt starfandi skóla. Reykjavík ákvað svo í gær að tryggja órofið skólastarf í Öskju og auka húsnæðisstuðning við Hjallaskólann, auk þess sem samið var um framtíðarlausn skólasamfélagsins. Hér blasir við alveg nýr veruleiki. Sveitarfélög sem hingað til hafa ekki þótt í hópi þeirra framsæknu í stuðningi við rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi grunnskóla eru að stíga fram og bæta við stuðninginn. Sveitarfélagið sem hefur þar verið í forystu er hins vegar að láta eftir síga og það er enginn innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins þar sem stendur upp og ver þennan valkost foreldra, að geta sent börnin sín í sjálfstæðan skóla. Af sem áður var Fyrir tveimur áratugum bjó í Garðabæ framsækni og kjarkur til þess að fara nýjar leiðir. Að brjótast út úr kerfinu, vera hreyfiafl nýrra hugmynda í skólamálum og tryggja fjölbreytt rekstrarform. Þess í stað er í dag að teiknast upp mynd ómöguleikans. Ómöguleika sjálfstætt starfandi grunnskóla til að vaxa og blómstra í umhverfi þar sem staðið er með fjölbreytileikanum. Ómöguleika þess að í Garðabæ verði alvöru valfrelsi um skóla fyrir börn og foreldra. Því hljóta Garðbæingar að spyrja, er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja sjálfstæði í skólum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun