Handbolti.is greinir fyrst frá en þar segir að leikur Temerin og Ravangrad sé til rannssóknar sem og leikur RK Ruma og Mokrin. Fyrri leiknum lauk með 86-15 sigri Temerin á meðan síðari leiknum lauk með 47-18 sigri RK Ruma.
Bæði Temerin og RK Ruma eru í baráttu um að komast upp um deild. Mun heildarmarkatala liðanna skera úr um hvort þeirra fer upp um deild.
Talið er nær öruggt að maðkur sé í mysunni þar sem báðum leikjunum lauk með óeðlilega miklum mun. Serbneska handknattleikssambandið óskaði í kjölfarið eftir því að lögreglan myndi rannsaka úrslit leikjanna og athuga hvort úrslitum hefði verið hagrætt.