Forgangsröðum í þágu barna! Hlynur Bæringsson skrifar 5. maí 2022 22:31 Ég skipa annað sætið á lista Framsóknar fyrir komandi kosningar. Það er stórt skref að bjóða sig fram í baráttu eins og sveitastjórnarkosningar eru en ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á stjórnmálum og því rökrétt að virkja þann áhuga og bjóða fram krafta sína fyrir bæjarfélag sem er gott að búa í. Sem er einmitt málið, Garðabær hefur reynst mér vel frá því að ég og fjölskylda mín fluttum hingað frá Svíþjóð árið 2016. Ég er upprunalega landsbyggðarmaður, ólst upp í Grundarfirði og bjó lengi bæði í Borgarnesi og Stykkishólmi. Það sem okkur hefur einmitt líkað vel er að Garðabær hefur marga eiginleika landsbyggðarinnar, samfélagið er samheldið og Garðbæingar stoltir af samfélaginu sem þau tilheyra. Bærinn hefur á sama tíma kosti þess að búa í stærra samfélagi. Ég er því ekki mættur til að tala allt niður sem gert hefur verið, enda margt gott verið gert. En þó margt sé gott má auðvitað bæta samfélagið. Ég kem úr íþróttahreyfingunni og hef unnið með börnum og fjölskyldum þeirra nánast alla mína tíð. Garðabær hefur orð á sér fyrir að hér sé mikil velsæld og vissulega sést það víða í bænum, en ég tek líka eftir því að það eru ekki allir með sæti við háborðið. Ég vil halda áfram að vinna með börnum og ungmennum og ein af aðal ástæðunum fyrir því að ég býð mig fram fyrir Framsókn er að ég hef heillast af störfum Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Saga okkar Ásmundar er ekki ósvipuð. Í uppvextinum kynntumst við aðstæðum þar sem hlutirnir voru ekki eins og þeir eiga að vera og áherslumálin óneitanlega litast af því. Við eigum að setja börnin í forgrunn og þjóna hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra sem best og þar vil ég byggja ofan á frábæra vinnu Ásmundar Einars í málaflokknum. Þegar við ræðum um arðsemi fjárfestinga í samfélaginu okkar er áhugavert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt – virkjanir, iðnað eða nýsköpun - en sjaldan á arðsemi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Andleg líðan ungmenna blasir við mér á hverjum degi, og hversu mörg þeirra eiga í basli við að fóta sig vegna andlegra kvilla. Við lifum á tímum mikils hraða, áreitis og væntinga og þráum kannski fátt frekar en einfaldlega sálarró, það er mögulega ástæða fyrir því að andleg líðan bæði okkar og unga fólksins helst ekki alltaf í hendur við hagvaxtartölur. Það er löngu orðið tímabært að við forgangsröðum í þágu barna og ungmenna og fjárfestum í framtíðinni. Við fáum það margfalt til baka. Við finnum fyrir meðbyr, Framsókn er að rísa í Garðabæ. Ég og við yrðum þakklát fyrir ykkar stuðning, við gerum okkar besta. Höfundur skipar 2. sæti lista Framsóknar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skipa annað sætið á lista Framsóknar fyrir komandi kosningar. Það er stórt skref að bjóða sig fram í baráttu eins og sveitastjórnarkosningar eru en ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á stjórnmálum og því rökrétt að virkja þann áhuga og bjóða fram krafta sína fyrir bæjarfélag sem er gott að búa í. Sem er einmitt málið, Garðabær hefur reynst mér vel frá því að ég og fjölskylda mín fluttum hingað frá Svíþjóð árið 2016. Ég er upprunalega landsbyggðarmaður, ólst upp í Grundarfirði og bjó lengi bæði í Borgarnesi og Stykkishólmi. Það sem okkur hefur einmitt líkað vel er að Garðabær hefur marga eiginleika landsbyggðarinnar, samfélagið er samheldið og Garðbæingar stoltir af samfélaginu sem þau tilheyra. Bærinn hefur á sama tíma kosti þess að búa í stærra samfélagi. Ég er því ekki mættur til að tala allt niður sem gert hefur verið, enda margt gott verið gert. En þó margt sé gott má auðvitað bæta samfélagið. Ég kem úr íþróttahreyfingunni og hef unnið með börnum og fjölskyldum þeirra nánast alla mína tíð. Garðabær hefur orð á sér fyrir að hér sé mikil velsæld og vissulega sést það víða í bænum, en ég tek líka eftir því að það eru ekki allir með sæti við háborðið. Ég vil halda áfram að vinna með börnum og ungmennum og ein af aðal ástæðunum fyrir því að ég býð mig fram fyrir Framsókn er að ég hef heillast af störfum Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Saga okkar Ásmundar er ekki ósvipuð. Í uppvextinum kynntumst við aðstæðum þar sem hlutirnir voru ekki eins og þeir eiga að vera og áherslumálin óneitanlega litast af því. Við eigum að setja börnin í forgrunn og þjóna hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra sem best og þar vil ég byggja ofan á frábæra vinnu Ásmundar Einars í málaflokknum. Þegar við ræðum um arðsemi fjárfestinga í samfélaginu okkar er áhugavert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt – virkjanir, iðnað eða nýsköpun - en sjaldan á arðsemi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Andleg líðan ungmenna blasir við mér á hverjum degi, og hversu mörg þeirra eiga í basli við að fóta sig vegna andlegra kvilla. Við lifum á tímum mikils hraða, áreitis og væntinga og þráum kannski fátt frekar en einfaldlega sálarró, það er mögulega ástæða fyrir því að andleg líðan bæði okkar og unga fólksins helst ekki alltaf í hendur við hagvaxtartölur. Það er löngu orðið tímabært að við forgangsröðum í þágu barna og ungmenna og fjárfestum í framtíðinni. Við fáum það margfalt til baka. Við finnum fyrir meðbyr, Framsókn er að rísa í Garðabæ. Ég og við yrðum þakklát fyrir ykkar stuðning, við gerum okkar besta. Höfundur skipar 2. sæti lista Framsóknar í Garðabæ.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar