Merkilegur minnihluti Ingvar Arnarson skrifar 6. maí 2022 08:45 Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn og jafnvel þó við vissum að þær yrðu aldrei samþykktar, allavega ekki í okkar nafni. Sumar hafa jafnvel verið teknar upp af meirihlutanum og komið þannig til framkvæmda. Af tillögum og málum okkar á þessu kjörtímabili, má nefna hækkun hvatapeninga, syskina- og fjölgreinaafslátt, tekjutenging gjalda, sundkort fyrir ungmenni, ávaxta- og grænmetisstund í skólum, Janusarverkefnið fyrir eldri borgara, áætlun um uppbyggingu leikskóla, sérsöfnun á lífrænum úrgangi, útboð á endurskoðun ársreikninga og ungmennahús. Þá höfum við lagt fram fjölmargar bókanir ásamt því að leggja fram fyrirspurnir varðandi mál sem okkur finnst þurfa að bæta úr t.d. útboð á gámaleikskólum, kærumál vegna knatthúsins og útboð á vinnu iðnaðarmanna fyrir bæinn. Í störfum nefnda hefur okkar fólk verið duglegt að halda uppi málefnlegri umræðu, því það er mikilvægt að ræða vel málin frá öllum hliðum og sér í lagi þegar unnið er að stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Ánægjulegt hefur verið að sjá mikla fjölgun íbúa í Garðabæ á kjörtímabilinu, en frá árinu 2017 hefur fjölgað um 2800 íbúa. Við höfum þó áhyggjur af nokkrum þáttum. Aukin verðbólga er áhyggjuefni, sérstaklega þar sem að verðtryggðar skuldir bæjarsjóðs hafa aukist töluvert á kjörtímabilinu. Lántaka á síðustu tveimur árum er samtals 6,5 milljarðar kr. Skuldir á hvern íbúa hafa þ.a.l. aukist mjög mikið. Árið 2017 voru þær 751 þúsund kr. en eru í dag orðnar 1224 þúsund kr. á hvern íbúa. Við þurfum að fara varlega þegar að kemur að lántöku en að sama skapi auka við þjónustu til íbúa. Að lokum vil ég nefna, að það sem gerir þennan minnihluta merkilegan er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Við í Garðabæjarlistanum er virkilega stolt af okkar þátttöku í stjórnun Garðabæjar, við höfum lært margt síðustu ár og vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G, Höfundur er í öðru sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Arnarson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn og jafnvel þó við vissum að þær yrðu aldrei samþykktar, allavega ekki í okkar nafni. Sumar hafa jafnvel verið teknar upp af meirihlutanum og komið þannig til framkvæmda. Af tillögum og málum okkar á þessu kjörtímabili, má nefna hækkun hvatapeninga, syskina- og fjölgreinaafslátt, tekjutenging gjalda, sundkort fyrir ungmenni, ávaxta- og grænmetisstund í skólum, Janusarverkefnið fyrir eldri borgara, áætlun um uppbyggingu leikskóla, sérsöfnun á lífrænum úrgangi, útboð á endurskoðun ársreikninga og ungmennahús. Þá höfum við lagt fram fjölmargar bókanir ásamt því að leggja fram fyrirspurnir varðandi mál sem okkur finnst þurfa að bæta úr t.d. útboð á gámaleikskólum, kærumál vegna knatthúsins og útboð á vinnu iðnaðarmanna fyrir bæinn. Í störfum nefnda hefur okkar fólk verið duglegt að halda uppi málefnlegri umræðu, því það er mikilvægt að ræða vel málin frá öllum hliðum og sér í lagi þegar unnið er að stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Ánægjulegt hefur verið að sjá mikla fjölgun íbúa í Garðabæ á kjörtímabilinu, en frá árinu 2017 hefur fjölgað um 2800 íbúa. Við höfum þó áhyggjur af nokkrum þáttum. Aukin verðbólga er áhyggjuefni, sérstaklega þar sem að verðtryggðar skuldir bæjarsjóðs hafa aukist töluvert á kjörtímabilinu. Lántaka á síðustu tveimur árum er samtals 6,5 milljarðar kr. Skuldir á hvern íbúa hafa þ.a.l. aukist mjög mikið. Árið 2017 voru þær 751 þúsund kr. en eru í dag orðnar 1224 þúsund kr. á hvern íbúa. Við þurfum að fara varlega þegar að kemur að lántöku en að sama skapi auka við þjónustu til íbúa. Að lokum vil ég nefna, að það sem gerir þennan minnihluta merkilegan er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Við í Garðabæjarlistanum er virkilega stolt af okkar þátttöku í stjórnun Garðabæjar, við höfum lært margt síðustu ár og vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G, Höfundur er í öðru sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun