Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík? Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 6. maí 2022 09:45 Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Samfylkingin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar