Reisum minnismerkið í Kjalarnesi um brostin loforð Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. maí 2022 11:16 Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun