Hverfið mitt, borgin okkar Birkir Ingibjartsson skrifar 7. maí 2022 07:00 Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun