Fyrirgefið mér, en ég reyndi Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 6. maí 2022 19:30 Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar