Fyrirgefið mér, en ég reyndi Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 6. maí 2022 19:30 Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar