Zan Majer skoraði eina mark leiksins er Lecce vann 1-0 heimasigur á Pordenone. Sigurinn þýðir að Lecce vinnur deildina og er komið upp í Serie A. Þórir Jóhann kom inn af bekknum á 66. mínútu og hjálpaði Lecce að sigla sigrinum, og sætinu í A-deild, heim.
Just have a listen to this
— Calcio England (@CalcioEngland) May 6, 2022
This was the home Curva at #Lecce this evening. A win against last-placed Pordenone gives them the #SerieB title#calcio #ultras #ultras #tifosi #uslecce #forzalecce @Lega_B @OfficialUSLecce
u.lecce_ IG pic.twitter.com/1WbQL96Npo
Hjörtur spilaði allan leikinn í liði Pisa sem vann 2-1 útisigur á Frosinone í kvöld. Pisa endar í 3. sæti sem þýðir að liðið er komið í undanúrslit umspilsins ásamt Monza.
Brescia, Ascoli, Benevento og Perugia berjast svo um hin tvö sætin í undanúrslitum.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.