Ársreikningurinn var gefinn út í seinustu viku eftir að hann var samþykktur á stjórnarfundi. Félagið innheimti tvo og hálfan milljarð króna í iðgjöld á árinu, 300 milljónum meira en árið á undan.
Laun og önnur launatengd gjöld námu tæpum 700 milljónum króna og greiddi félagið milljarð í bætur og styrki. Algengastir voru líkamsræktarstyrkir og á eftir komu styrkir vegna viðtalsmeðferða.
Eignir félagsins á borð við orlofshús, fasteignir, skuldabréf og bundnar innistæður eru virði tæpra fjórtán milljarða króna. Félagið á meðal annars orlofshús í Ölfusborgum, Svignaskarði og á Akureyri.
Vaxtatekjur af bankareikningum eru 170 milljónir króna og hagnaðist félagið um 250 milljónir króna á vöxtum og gengismun á verðbréfaeign.