Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 12:03 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið munu styðja við Flensborgarskólann við að greiða úr deilum innan skólans vegna skipunar nýs skólameistara, Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur. Vísir/Vilhelm - Stjórnarráðið Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40
Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58