Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 12:03 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið munu styðja við Flensborgarskólann við að greiða úr deilum innan skólans vegna skipunar nýs skólameistara, Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur. Vísir/Vilhelm - Stjórnarráðið Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40
Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58