Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 15:36 Hvítrússnesku vinkonurnar Daria og Alina flúðu ofsóknir lögreglunnar til Íslands en þær voru handteknar og beittar harðræði fyrir að hafa fjölmennt á mótmælafund í Hvíta Rússlandi. Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Fréttastofa hefur sagt frá sögu Dariu sem flúði ofsóknir lögreglu sem hún sætti vegna mótmæla í garð Alexanders Lúkasjenka. Lögreglan hótaði að taka af henni son hennar og senda hann á munaðarleysingjahæli. Sjá nánar: Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðinn og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti. Á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu sem einkenndist af mótmælum og óöld. Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi og er málið nú í rannsókn lögreglu. Umsókn hennar um alþjóðlega vernd verður tekin upp að nýju hjá Útlendingastofnun en henni var synjað um hana í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir umsókn hennar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku málsins. „Ég yrði afskaplega þakklát öllum þeim sem skrifa undir,“ segir Daria í samtali við fréttastofu en hún óskar eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar. Stundin hefur fjallað um sögu Alinu sem er á lista yfir óvini hvít-rússneska ríkisins. Hún var handtekin fyrir að mótmæla og brotin niður bæði líkamlega og andlega. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem er búsettur á Íslandi, efndi til undirskriftarsöfnunarinnar og þegar þessi orð eru skrifuð hefur 121 ritað nafn sitt á listann. Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32 Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fréttastofa hefur sagt frá sögu Dariu sem flúði ofsóknir lögreglu sem hún sætti vegna mótmæla í garð Alexanders Lúkasjenka. Lögreglan hótaði að taka af henni son hennar og senda hann á munaðarleysingjahæli. Sjá nánar: Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðinn og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti. Á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu sem einkenndist af mótmælum og óöld. Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi og er málið nú í rannsókn lögreglu. Umsókn hennar um alþjóðlega vernd verður tekin upp að nýju hjá Útlendingastofnun en henni var synjað um hana í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir umsókn hennar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku málsins. „Ég yrði afskaplega þakklát öllum þeim sem skrifa undir,“ segir Daria í samtali við fréttastofu en hún óskar eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar. Stundin hefur fjallað um sögu Alinu sem er á lista yfir óvini hvít-rússneska ríkisins. Hún var handtekin fyrir að mótmæla og brotin niður bæði líkamlega og andlega. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem er búsettur á Íslandi, efndi til undirskriftarsöfnunarinnar og þegar þessi orð eru skrifuð hefur 121 ritað nafn sitt á listann.
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32 Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32
Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01